Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar 22. janúar 2026 08:32 Hvort sem okkur hinum líkar það betur eða verr, þá þurfum við stjórnmálafólk. Og það skiptir miklu að við fáum gott fólk í þá vinnu. Mig langar að mæla með frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar sem var að stíga fram í fyrsta skipti. Hún er það ferska blóð sem Samfylkingin þarf núna enda fádæma röggsöm og skemmtileg. Hún heitir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir. Ég er fæddur í Reykjavík árið 1953 og hef búið hér stærstan hluta ævinnar. Hef því séð borgina okkar breytast ansi mikið gegnum áratugina. Með kosningasigrum Reykjavíkurlistans, breiðfylkingu félagshyggjufólks, varð grundvallarbreyting á því hvernig borginni var stjórnað. Hún varð opnari, víðsýnni, skemmtilegri, grænni. Leikskólabyltingin var gerð, sem breytti öllu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Aðstaða fyrir aldraða og öryrkja um alla borg tók stakkaskiptum. Þótt Reykjavíkurlistans nyti ekki lengur við gerðust góðír hlutir í framhaldinu með Samfylkinguna við stjórnvölinn. Ég hef fylgst með Steinunni í gegnum dóttur mína og hef mikla trú á Reykvíkingnum og heimsborgaranum Steinunni. Sem afi margra barnabarna vil ég konu í borgarstjórn sem var talskona Stígamóta og þekkir vel til baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi, meðal annars þess að ná til unglinga. Sem afa finnst mér líka mikilvægt að hún leggur skýra áherslu á úrbætur í leikskólamálum og sem jafnaðarmaður styð ég fókusinn á öruggt húsnæði fyrir alla borgarbúa. Steinunn hefur líka reynslu af fjármálum og leggur uppúr ábyrgum rekstri borgarinnar. Hún vill borg sem stendur með fólki. Og hún er með hjartað á réttum stað. Það skiptir mestu. Ég heiti Sverrir Þórisson og ég er jafnaðarmaður og femínisti. Þess vegna kýs ég Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur í 2. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Höfundur er fyrrum skólastjóri og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hvort sem okkur hinum líkar það betur eða verr, þá þurfum við stjórnmálafólk. Og það skiptir miklu að við fáum gott fólk í þá vinnu. Mig langar að mæla með frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar sem var að stíga fram í fyrsta skipti. Hún er það ferska blóð sem Samfylkingin þarf núna enda fádæma röggsöm og skemmtileg. Hún heitir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir. Ég er fæddur í Reykjavík árið 1953 og hef búið hér stærstan hluta ævinnar. Hef því séð borgina okkar breytast ansi mikið gegnum áratugina. Með kosningasigrum Reykjavíkurlistans, breiðfylkingu félagshyggjufólks, varð grundvallarbreyting á því hvernig borginni var stjórnað. Hún varð opnari, víðsýnni, skemmtilegri, grænni. Leikskólabyltingin var gerð, sem breytti öllu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Aðstaða fyrir aldraða og öryrkja um alla borg tók stakkaskiptum. Þótt Reykjavíkurlistans nyti ekki lengur við gerðust góðír hlutir í framhaldinu með Samfylkinguna við stjórnvölinn. Ég hef fylgst með Steinunni í gegnum dóttur mína og hef mikla trú á Reykvíkingnum og heimsborgaranum Steinunni. Sem afi margra barnabarna vil ég konu í borgarstjórn sem var talskona Stígamóta og þekkir vel til baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi, meðal annars þess að ná til unglinga. Sem afa finnst mér líka mikilvægt að hún leggur skýra áherslu á úrbætur í leikskólamálum og sem jafnaðarmaður styð ég fókusinn á öruggt húsnæði fyrir alla borgarbúa. Steinunn hefur líka reynslu af fjármálum og leggur uppúr ábyrgum rekstri borgarinnar. Hún vill borg sem stendur með fólki. Og hún er með hjartað á réttum stað. Það skiptir mestu. Ég heiti Sverrir Þórisson og ég er jafnaðarmaður og femínisti. Þess vegna kýs ég Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur í 2. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Höfundur er fyrrum skólastjóri og kennari.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar