Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. janúar 2026 10:31 Brandari forsetans féll ekki vel í kramið hjá breskum stuðningsmönnum. Hector Vivas - FIFA/FIFA via Getty Images Stuðningsmannasamtökin í Bretlandi segja Gianni Infantino, forseta FIFA, eiga að einbeita sér að því að gera miða á HM ódýrari, frekar en að segja ódýra brandara. Bresku stuðningsmennirnir eru ósáttir með ummæli sem Infantino lét falla á ráðstefnu alþjóða efnahagsráðsins í gær. Forsetinn hélt þar ræðu þar sem hann svaraði fyrir gagnrýni á HM 2026 og bar það saman við HM í Katar 2022. Þar hafi líka verið mikil gagnrýni, en síðan hafi ekkert heyrst þegar mótið sjálft byrjaði. „Þegar boltinn byrjaði að rúlla gerðust töfrar og við áttum yndislegt heimsmeistaramót. Í fyrsta sinn í sögunni var enginn Breti handtekinn á HM. Hugsið ykkur. Þetta var einstakt mót“ sagði Infantino Stuðningsmannasamtökin svöruðu um hæl og sögðu: „Á meðan athygli hr. Infantino er á okkur, viljum við biðja hann um að gera miða ódýrari, frekar en að segja ódýra brandara um okkur sem stuðningsmenn. Hann ætti frekar að einbeita sér að því.“ Infantino ávarpaði þetta háa miðaverð, sem FIFA hefur verið gagnrýnt mikið fyrir í aðdraganda HM, síðar í ræðu sinni. Hann viðurkenndi að miðaverðið væri frekar hátt, en sagði í raun enga ástæðu til að breyta því, því það væri slegist um miða. „Sem stendur eru Bandaríkin í fyrsta sæti í eftirspurninni um miða, Þýskaland í öðru sæti og England í þriðja sæti, vegna þess að það vilja allir vera þarna. Allir leikir munu seljast upp“ sagði Infantino. Eftir að hafa hlotið mikla gagnrýni undir lok síðasta árs fyrir hátt miðaverð tilkynnti FIFA um ódýrari miða, sem yrðu aðgengilegir stuðningsmönnum þeirra þjóða sem keppa. Þeir miðar verða þó líklega í hundruðatali en ekki þúsundatali. Flestir munu þurfa að greiða uppsett verð. Miðaverðið er ekki eina áhyggjuefnið í aðdraganda HM. Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur sett miklar hömlur við komu ferðamanna frá ákveðnum löndum til Bandaríkjanna. Ferðabannið nær meðal annars yfir Haítí, Íran, Fílabeinsströndina og Senegal, sem eru öll á leiðinni á HM. Auk þess hafa leiðtogar knattspyrnusambanda í Evrópu áhyggjur af þróun mála í Grænlandi og eru sagðir hafa haldið fundi í vikunni um mögulegar aðgerðir á HM ef Trump lætur ekki af ágirnd sinni í Grænland. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Bresku stuðningsmennirnir eru ósáttir með ummæli sem Infantino lét falla á ráðstefnu alþjóða efnahagsráðsins í gær. Forsetinn hélt þar ræðu þar sem hann svaraði fyrir gagnrýni á HM 2026 og bar það saman við HM í Katar 2022. Þar hafi líka verið mikil gagnrýni, en síðan hafi ekkert heyrst þegar mótið sjálft byrjaði. „Þegar boltinn byrjaði að rúlla gerðust töfrar og við áttum yndislegt heimsmeistaramót. Í fyrsta sinn í sögunni var enginn Breti handtekinn á HM. Hugsið ykkur. Þetta var einstakt mót“ sagði Infantino Stuðningsmannasamtökin svöruðu um hæl og sögðu: „Á meðan athygli hr. Infantino er á okkur, viljum við biðja hann um að gera miða ódýrari, frekar en að segja ódýra brandara um okkur sem stuðningsmenn. Hann ætti frekar að einbeita sér að því.“ Infantino ávarpaði þetta háa miðaverð, sem FIFA hefur verið gagnrýnt mikið fyrir í aðdraganda HM, síðar í ræðu sinni. Hann viðurkenndi að miðaverðið væri frekar hátt, en sagði í raun enga ástæðu til að breyta því, því það væri slegist um miða. „Sem stendur eru Bandaríkin í fyrsta sæti í eftirspurninni um miða, Þýskaland í öðru sæti og England í þriðja sæti, vegna þess að það vilja allir vera þarna. Allir leikir munu seljast upp“ sagði Infantino. Eftir að hafa hlotið mikla gagnrýni undir lok síðasta árs fyrir hátt miðaverð tilkynnti FIFA um ódýrari miða, sem yrðu aðgengilegir stuðningsmönnum þeirra þjóða sem keppa. Þeir miðar verða þó líklega í hundruðatali en ekki þúsundatali. Flestir munu þurfa að greiða uppsett verð. Miðaverðið er ekki eina áhyggjuefnið í aðdraganda HM. Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur sett miklar hömlur við komu ferðamanna frá ákveðnum löndum til Bandaríkjanna. Ferðabannið nær meðal annars yfir Haítí, Íran, Fílabeinsströndina og Senegal, sem eru öll á leiðinni á HM. Auk þess hafa leiðtogar knattspyrnusambanda í Evrópu áhyggjur af þróun mála í Grænlandi og eru sagðir hafa haldið fundi í vikunni um mögulegar aðgerðir á HM ef Trump lætur ekki af ágirnd sinni í Grænland.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu