Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2026 18:57 Össur Skarphéðinsson var að horfa þegar Logi Geirsson spurði Ómar Inga Magnússon í beinni og var ekki hrifinn. RÚV/Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, fyrrum alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, var allt annað en sáttur með Loga Geirsson eftir tapleik Íslands á móti Króatíu á EM í handbolta í kvöld. Það sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á Össuri voru spurningarnar sem landsliðsfyrirliðinn Ómar Ingi Magnússon fékk í beinni útsendingu sjónvarpsins. Spurningarnar komu frá sérfræðingum í útsendingarlás Ríkissjónvarpsins eða frá þeim Loga Geirssyni, Kára Kristjánssyni og Ólafi Stefánssyni. Össur gagnrýndi aðallega fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Geirssonar í stuttum pistli sínum inni á Fésbók. Verulega vond hugmynd hjá RÚV „Það er verulega vond hugmynd hjá íþróttadeild RÚV að láta besservissera með glæsta handboltafortíð spyrja niðurbrotna leikmenn nokkrum mínútum eftir tap gegn Króatíu fýlulegra og fast að því miskunnarlausra spurninga (Logi Geirsson),“ skrifaði Össur. „Það er ekki gott sjónvarp og gerir viðkvæmar sálir fullar af angist fyrir hönd manna sem gera allt sitt besta. Án efa hefur þetta líka niðurbrjótandi áhrif á liðið. Skylda þjálfarans er að tala fyrir liðið, Snorri Steinn gerir það vel og ég hvet hann til að banna leikmönnum að láta setja sig í þennan ósvífna gapastokk RÚV,“ skrifaði Össur. Hann vildi þó ekki að gagnrýni hans næði til Ólafs Stefánssonar og þar virðist uppruninn skipta miklu máli. Ólafur kann mannasiði og sálfræði „Ég tek þó Ólaf Stefánsson út fyrir sviga enda er hann Dýrfirðingur að uppruna og kann mannasiði og sálfræði,“ skrifaði Össur en Logi fékk áfram að heyra það. „Logi Geirsson virðist ekki hafa annað erindi í handboltaþættina en setja út á þjálfarann fyrir og eftir leiki og sýna fataskápinn sinn (sem er flottur). En hann ætti heldur að leggja fyrir sig módelstörf en að vera kommentator - enda annálað glæsimenni,“ skrifaði Össur. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Sjá meira
Það sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á Össuri voru spurningarnar sem landsliðsfyrirliðinn Ómar Ingi Magnússon fékk í beinni útsendingu sjónvarpsins. Spurningarnar komu frá sérfræðingum í útsendingarlás Ríkissjónvarpsins eða frá þeim Loga Geirssyni, Kára Kristjánssyni og Ólafi Stefánssyni. Össur gagnrýndi aðallega fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Geirssonar í stuttum pistli sínum inni á Fésbók. Verulega vond hugmynd hjá RÚV „Það er verulega vond hugmynd hjá íþróttadeild RÚV að láta besservissera með glæsta handboltafortíð spyrja niðurbrotna leikmenn nokkrum mínútum eftir tap gegn Króatíu fýlulegra og fast að því miskunnarlausra spurninga (Logi Geirsson),“ skrifaði Össur. „Það er ekki gott sjónvarp og gerir viðkvæmar sálir fullar af angist fyrir hönd manna sem gera allt sitt besta. Án efa hefur þetta líka niðurbrjótandi áhrif á liðið. Skylda þjálfarans er að tala fyrir liðið, Snorri Steinn gerir það vel og ég hvet hann til að banna leikmönnum að láta setja sig í þennan ósvífna gapastokk RÚV,“ skrifaði Össur. Hann vildi þó ekki að gagnrýni hans næði til Ólafs Stefánssonar og þar virðist uppruninn skipta miklu máli. Ólafur kann mannasiði og sálfræði „Ég tek þó Ólaf Stefánsson út fyrir sviga enda er hann Dýrfirðingur að uppruna og kann mannasiði og sálfræði,“ skrifaði Össur en Logi fékk áfram að heyra það. „Logi Geirsson virðist ekki hafa annað erindi í handboltaþættina en setja út á þjálfarann fyrir og eftir leiki og sýna fataskápinn sinn (sem er flottur). En hann ætti heldur að leggja fyrir sig módelstörf en að vera kommentator - enda annálað glæsimenni,“ skrifaði Össur.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Sjá meira