Umfangsmiklar árásir á borgir víða um Úkraínu
Rússaher gerði umfangsmiklar árásir á borgir víða í Úkraínu í nótt, örfáum klukkustundum áður en ríkin tvö skiptust á stríðsföngum. Minnst fjórtán týndu lífi, þar af þrjú börn. Algjört frost virðist komið í viðræður um vopnahlé.