Vill ekki að Evrópa sitji ein við borðið
Utanríkisráðherra Rússlands segir ekki koma til greina að Evrópa taki ákvarðanir um öryggistryggingar fyrir Úkraínu án aðkomu Rússa. Hann segir fund milli Rússlandsforseta og forseta Úkraínu ekki koma til greina að svo stöddu.