Stórt tap á Ítalíu A-landslið karla í körfubolta mátti þola 26 stiga tap þegar liðið mætti Ítalíu ytra, lokatölur 87-61. Körfubolti 2.8.2025 20:12
Ísland mátti þola stórt tap Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri mátti þola tap gegn Svíþjóð á Evrópumótinu sem nú fer fram í Portúgal. Lokatölur 92-76 Svíum í vil. Leikinn í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Körfubolti 2.8.2025 19:29
Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Ofurstjarnan Luka Dončić hefur skrifað undir þriggja ára samning við Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Samningurinn hljóðar upp á 165 milljónir Bandaríkjadala – rúma tuttugu milljarða íslenskra króna. Körfubolti 2.8.2025 17:02
„Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ „Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar. Körfubolti 1. ágúst 2025 13:31
Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Fótboltalið Barcelona ætlar að spila í nýjum varabúningum á komandi tímabili og um leið heiðra körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant. Fótbolti 31. júlí 2025 16:02
Callum Lawson aftur til Valsmanna Callum Lawson mætir aftur á Hlíðarenda í haust og mun spila með karlaliði Vals í Bónus deildinni á komandi leiktíð. Körfubolti 31. júlí 2025 14:18
Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. Körfubolti 31. júlí 2025 14:06
Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. Körfubolti 31. júlí 2025 11:54
Semple til Grindavíkur Grindavík hefur samið við franska framherjann Jordan Semple um að leika með liðinu í Bónus-deild karla í vetur. Semple hefur leikið hér á landi síðan árið 2021. Körfubolti 30. júlí 2025 20:01
NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum NBA reynsluboltinn Marcus Morris situr enn í fangelsi eftir að hann var handtekinn á flugvelli í Flórída um helgina. Körfubolti 30. júlí 2025 15:48
Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Finnski framherjinn Shawn Hopkins hefur samið við Álftanes um að spila með liðinu í Bónus deild karla í körfubolta næsta vetur. Körfubolti 30. júlí 2025 13:03
Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Áhorfendurnir á WNBA leikjunum eru að skapa vandamál sem hafa ekki sést áður í körfuboltaleikjum og atvik í nótt vakti mikla furðu. Körfubolti 30. júlí 2025 06:30
„Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. Körfubolti 29. júlí 2025 19:31
Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark 55 ára karlmaður þarf að dúsa lengi í fangelsi fyrir að láta körfuboltakonuna Caitlin Clark ekki í friði. Körfubolti 29. júlí 2025 16:30
Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði NBA körfuboltamaðurinn Tyrese Haliburton trúlofaði sig í gær en hann valdi sérstakan stað til að biðja kærustunnar. Körfubolti 29. júlí 2025 14:31
Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Æfingahópur karlalandsliðsins í körfubolta hefur verið skorinn niður um fimm leikmenn frá þeim hópi sem opinberaður var í síðustu viku. 17 leikmenn eru eftir í hópnum. Körfubolti 29. júlí 2025 14:07
Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Nýverið birtist mynd af Luka Dončić, stjörnu Los Angeles Lakers og NBA-deildarinnar í körfubolta. Það er ekki betur séð en að Luka hafi látið til sin taka í ræktinni það sem af er sumri. Körfubolti 28. júlí 2025 22:15
NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals NBA körfuboltamaðurinn Marcus Morris var handtekinn á Flórída um helgina. Hann hneykslast sjálfur á kringumstæðunum og þá einkum orðalaginu í kærunni. Körfubolti 28. júlí 2025 11:32
LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Ýmsu hefur verið hvíslað um framtíð LeBron James hjá Lakers sem og framtíð Nikola Jokic í Denver Nuggets. Umboðsmaður Jokic er greinilega ekki á þeim buxunum að róa stuðningsfólk Nuggets því hann „fundaði“ með James í gær. Körfubolti 27. júlí 2025 17:00
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. Körfubolti 27. júlí 2025 08:01
Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox, leikmaður Vals, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar viðtals sem hann fór í. Körfubolti 26. júlí 2025 16:41
Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Kristófer Acox, leikmaður Vals og lengi vel landsliðsins í körfubolta, hefur opnað sig um ágreining við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen. Kristófer fer ekki á EM í haust og segist Pedersen aldrei ætla að velja hann aftur. Körfubolti 26. júlí 2025 07:58
Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Shaquille O’Neal er ekkert að fara í felur með það að hann er ekki mikill aðdáandi franska miðherjans Rudy Gobert. Körfubolti 25. júlí 2025 23:16
Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant, deildi skemmtilegri mynd af dóttur sinni á dögunum. Körfubolti 25. júlí 2025 22:46