Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ís­land mátti þola stórt tap

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri mátti þola tap gegn Svíþjóð á Evrópumótinu sem nú fer fram í Portúgal. Lokatölur 92-76 Svíum í vil. Leikinn í heild sinni má sjá neðst í fréttinni.

Körfubolti
Fréttamynd

„Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“

„Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Semple til Grinda­víkur

Grindavík hefur samið við franska framherjann Jordan Semple um að leika með liðinu í Bónus-deild karla í vetur. Semple hefur leikið hér á landi síðan árið 2021.

Körfubolti
Fréttamynd

„Erum að ein­blína á það sem er að gerast á vellinum“

Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron hitti um­boðs­mann Jokic í Frakk­landi

Ýmsu hefur verið hvíslað um framtíð LeBron James hjá Lakers sem og framtíð Nikola Jokic í Denver Nuggets. Umboðsmaður Jokic er greinilega ekki á þeim buxunum að róa stuðningsfólk Nuggets því hann „fundaði“ með James í gær. 

Körfubolti