Veður

Veður


Fréttamynd

Skýjað og rigning af og til

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, þar sem verður skýjað og dálítil súld eða rigning af og til. Þó verður bjart að mestu suðaustantil.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hiti gæti náð fimm­tán stigum

Lægð suðaustur af Hornafirði stjórnar veðri landsins í dag með vestlægum áttum. Skýjað og dálítil væta og hiti á bilinu fimm til tíu stig. Bjartviðri á Suðausturlandi og Austfjörðum og gæti hiti þar náð 15 stigum.

Veður
Fréttamynd

Styttir víða upp og kólnar

Lægð suðvestur af Reykjanesi nálgast nú landið en skil hennar fóru allhratt yfir landið í nótt með tilheyrandi vindi og vætu.

Veður
Fréttamynd

„Nú hættir þú Sigurður!“

Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega.

Innlent
Fréttamynd

Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt og björtu veðri um mest allt land. Við suðurströndina má hins vegar búast við heldur hvassari austanátt, átta til þréttán metrum á sekúndu, og jafnvel skýjuðu veðri með dálítilli vætu af og til.

Veður
Fréttamynd

Lofar betra sumri en í fyrra

Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að engar líkur séu á því að sumarið verði jafn kalt og blautt eins og í fyrra. Hann segir að ekkert í langtímaspánum gefi tilefni til að ætla að sumarið verði slæmt.

Innlent
Fréttamynd

Rólegheitaveður á páska­dag

Víðáttumikill hæðarhryggur norður í hafi teygir sig yfir landið og gefur yfirleitt mjög hægan vind á páskadag. Lægð suðvestur af landinu veldur þó austankalda eða -strekking allra syðst.

Innlent
Fréttamynd

Lést í snjó­flóði í Ölpunum

27 ára breskur ferðamaður lést í snjóflóði í Ölpunum. Gríðarlegt magn af snjó er á svæðinu sem hefur valdið rafmagnstruflunum og vegalokunum.

Erlent
Fréttamynd

Víða bjart yfir landinu í dag

Í dag má búast við hægum vindum og verður víða bjart yfir landinu. Allmikil hæð er yfir landinu en bætir svo í vind syðst á landinu. Suðasutlæg átt gæti borið með sér súldarbakka við suður- og vesturströndina í dag.

Veður
Fréttamynd

Svona gæti veðrið litið út á sumar­deginum fyrsta

Í dag verður fremur hæg breytileg átt á landinu, en norðvestan 8 til 13 metrar á sekúndu á Austfjörðum fram eftir degi. Norðaustan 3 til 8 metrar á sekúndu. Yfirleitt bjart, en skýjað og stöku smáél norðaustantil en léttir í kvöld. Hiti 3 til 9 stig yfir hádaginn, en nálægt frostmarki norðaustantil.

Veður
Fréttamynd

Norðan kaldi eða stinning­skaldi í dag

Í dag má búast við norðan kalda eða stinningskalda á landinu en á Austfjörðum verður allhvöss norðvestanátt fram eftir degi. Norðlæg átt 8 til 13 metrar á sekúndu, en norðvestan 13 til 18 austast.

Veður
Fréttamynd

Hæg­lætis­veður um páskana

Víða verður allhvass vindur eða strekkingur í dag og á Norður- og Austurlandi verður snjókoma. Á morgun verður norðan kaldi eða stinningskaldi. Á föstudag lægir og rofar til fyrir norðan og um helgina er útlit fyrir hæglætis veður í flestum landshlutum. 

Veður
Fréttamynd

Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í tvö aðskilin útköll í gærkvöldi vegna ferðafólks sem var í vandræðum vegna færðar og veðurs. Hríðarveður gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og er gul viðvörun í gangi á Norður- og Vesturlandi þar til á morgun og til klukkan 22 við Faxaflóa.

Veður
Fréttamynd

All­hvöss norðan­átt og víða erfið færð norðan­til

Djúp lægð er nú við austurströndina og veldur hún allhvassri eða hvassri norðanátt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna norðan hríðar og má víða búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi

Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Vara við norðan hríð í kvöld

Veðurstofa Íslands varar við norðanhríð um norðan- og austanvert landið í kvöld. Gular viðvaranir tóku gildi á austanverðu landinu klukkan níu í morgun og munu fleiri taka gildi á landinu norðanverðu klukkan sex.

Innlent