Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ríkis­sak­sóknari stað­festir niður­fellingu í stórri slysasleppingu

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum á niðurfellingu rannsóknar á slysasleppingu sumarið 2023 þegar á annað þúsund eldislaxar sluppu úr kví Arctic Sea Farm ehf. á Patreksfirði. Lögreglustjóri gagnrýnir lögmenn veiðifélaga og fjölmiðla fyrir meint áhugaleysi í umfjöllun um málið.

Neitar að hafa orðið föður sínum að bana

Tæplega þrítug kona sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti áttræðs föður síns á heimili þeirra í Garðabæ neitar sök að hafa orðið honum að bana. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen

Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson gerði sér lítið fyrir og lagði Magnus Carlsen, fimmfaldan heimsmeistara í skák, í gærkvöldi. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur unnið Carlsen eftir að hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Stressið var mikið þótt sigurinn hafi verið öruggur.

Hjartaknúsarinn til­einkaði ís­lenskri fyrir­sætu rómantískan slagara

Hjartaknúsarinn Bryan Adams tók alla sína bestu slagara, söng Don Juan ballöðu til íslenskrar fyrirsætu og laumaði því til tónleikagesta að hann hefði skellt sér nakinn í íslenska náttúrulaug. Þá upplýsti hann að einn af hans helstu slögurum hefði verið saminn fyrir bíómynd um karlkyns strippara, eitthvað sem reyndist honum erfitt að sækja innblástur fyrir ástarlag.

Jónas Ingi­mundar­son er látinn

Jónas Ingimundarson píanóleikari er látinn áttræður að aldri. Sonur Jónasar greinir frá andláti föður síns sem lést mánudaginn 14. apríl.

Stein­dór Ander­sen er látinn

Steindór Andersen einn þekktasti kvæðamaður samtímans er látinn sjötugur að aldri. Hann átti stóran þátt í að endurvekja og kynna rímnahefðina fyrir nýjum áheyrendum.

Spotify liggur niðri

Þjónusta Spotify hefur ekki verið aðgengileg síðan í hádeginu. Tónlistarstreymisveitan segist meðvituð um vandamálið sem unnið sé að því að leysa.

Laumaði sér í vasa ferða­manns og hirti af honum kortin

Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum.

Frú Vig­dís fagnar 95 ára af­mæli

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagna 95 ára afmæli sínu í dag. Í rúma hálfa öld hefur hún verið eitt af virtustu og ástsælustu andlitum þjóðarinnar – bæði hér heima og á alþjóðavettvangi. Sýningin Skrúði Vigdísar verður opin næstu ellefu daga í Loftskeytastöðinni í tilefni tímamótanna.

Sjá meira