Svandís stígur til hliðar Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Vinstri grænna á næsta landsfundi flokksins. Hún hefur verið formaður í rúmt ár. 12.12.2025 16:57
Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Stjórnandi Spursmála birti misvísandi myndskeið í þætti sínum þar sem hann sagði „íslamista“ trufla jólamarkaði í Evrópu og „sýna vald sitt.“ Fjöldi staðreyndavakta í Evrópu hafði þegar véfengt falsfréttir um þessi myndbönd, sem sýna í raun nýársfögnuð og Palestínumótmæli. Stefán Einar gengst við því í samtali við Vísi að tímasetningar á myndskeiðunum hafi verið misvísandi en hafnar því að um falsfrétt sé að ræða. Hann gerir ekki greinarmun á íslamistum og stuðningsmönnum Palestínu. 12.12.2025 16:45
Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Tilvera, samtök um ófrjósemi, krefjast þess að takmörk séu sett um fjölda barna á hvern sæðis- eða eggjagjafa í ljósi þess að tæplega tvö hundruð börn hafi verið getin með sæði manns sem hafði hættulegan genagalla. 12.12.2025 10:45
Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Slysavarnafélagið Landsbjörg lýsir áhyggjum af dvínandi fjarskiptaöryggi Íslendinga þar sem slökkt hefur verið á hluta 2G og 3G farsímasenda. Svæði sem áður voru vel tengd séu nú með öllu sambandslaus. Félagið skorar á stjórnvöld að leggjast með sér á árarnar og viðhalda talstöðvakerfi landsins. 12.12.2025 10:18
Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Jökull Júlíusson úr hljómsveitinni Kaleo stendur ásamt öðrum fyrir styrktarkvöldi í Hlégarði í Mosfellsbæ fyrir Grænuhlíð í kvöld en Grænahlíð er fjölskyldumiðað geðheilbrigðisúrræði fyrir börn og ungmenni. 11.12.2025 21:32
Refsing milduð yfir burðardýri Landsréttur mildaði í dag dóm yfir átján ára manni sem hafði smyglað inn þrettán kílóum af kókaíni til Ísland. Tekið var tillit til ungs aldurs mannsins og að ekkert benti til þess að hann hefði komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. 11.12.2025 20:19
Siggi stormur spáir rauðum jólum Einn umdeildasti veðurfræðingur landsins spáir rauðum jólum á flestum landshlutum í ár. Spádóminn setti hann fram í Reykjavík síðdegis í dag en tók fram að spáin gæti breyst og því væru hvít jól ekki útilokuð þó þau þyki ólíkleg. 11.12.2025 18:56
Björn Dagbjartsson er látinn Björn Dagbjartsson, verkfræðingur og fyrrverandi sendiherra og alþingismaður, er látinn 88 ára að aldri. 11.12.2025 18:07
Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veðurfræðingar á Veðurstofunni vara við öflugum skúradembum með snörpum vindhviðum sunnan til á landinu í kvöld og á morgun. Líkur séu á að þeim fylgi þrumuveður. 11.12.2025 17:16
Vill skoða úrsögn úr EES Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, telur hagsmunum Íslands betur borgið utan EES ef innflytjendum á Íslandi heldur áfram að fjölga örar en Íslendingum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir hugmyndir Snorra vanhugsaðar og sakar Miðflokkinn um að vilja svipta Íslendinga þeim réttindum sem EES tryggi þeim. 11.12.2025 16:06