Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu

Forsetaframboðin fimm sem höfðu verið tilkynnt voru öll úrskurðuð lögleg af kjörnefnd. Skila þurfti inn stuðningsyfirlýsingu frá einu sérsambandi og einu héraðssambandi, sem formenn sambandanna skrifuðu undir.

Valdimar verður með í forsetaslagnum

Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hefur tilkynnt framboð til forseta ÍSÍ.

Upp­gjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann

Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn.

„Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“

„Þetta var alvöru liðsheild sem sigldi þessum sigri heim og Vestri með sjö stig eftir þrjá leiki, maður biður nú ekki um mikið meira“ sagði Daði Berg Jónsson eftir að hafa skorað og gefið stoðsendingu í 0-2 sigri Vestra gegn ÍA. Hann er ekkert að pæla í því hvort Víkingar sakni hans.

„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“

Jamil Abiad, þjálfari Vals, segir liðið hafa leyst betur úr hápressu Hauka í leik kvöldsins en samt endað með svipað marga tapaða bolta. Vandamál sem þarf að leysa fyrir næsta leik ef Valskonur ætla ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni.

„Vonandi fáum við fulla stúku í dag“

Söguleg stund mun eiga sér stað síðar í dag þegar FHL tekur á móti Val. Verður það í fyrsta sinn sem úrvalsdeildar fótboltaleikur fer fram á Austurlandi síðan 1994, fimm árum áður en elsti leikmaður liðsins fæddist.

Sjá meira