Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Fyrrverandi liðsstjóri Formúlu 1 liðs Ferrari telur að samband sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton og Ferrari gæti verið að nálgast þolmörk. 17.12.2025 13:32
Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Freyr Alexandersson, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, hefur orðið var við áhuga annarra liða á sínum kröftum. Hann segir öðruvísi lið en áður hafa sóst í sig en hefur sjálfur tekið fyrir allar slíkar tilraunir og líður vel hjá Brann. 17.12.2025 07:02
Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Bónus deild kvenna í körfubolta á heimsmeistaramótið í pílukasti eiga sviðið á sportrásum Sýnar í dag. 17.12.2025 06:03
Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Fyrrverandi heimsmeistarinn Gerwyn Price, Ísmaðurinn, tryggði sér í kvöld sæti í 2.umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Segja mætti að úrslitin í viðureignum kvöldsins hafi farið eins hafði verið búist við nema í síðustu viðureign kvöldsins. 16.12.2025 23:21
Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Erling Haaland, norski framherji enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City, kom mörgum börnum Manchesterborgar skemmtilega á óvart þegar að hann dulbjó sig sem jólasvein og heimótti nokkur heimili. 16.12.2025 22:33
Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Stjörnum prýtt lið Barcelona þurfti að hafa fyrir sigri sínum gegn þriðju deildar liði Guadalajara í spænska bikarnum í fótbolta í kvöld. Milljarði evra munar á markaðsvirði leikmannahópa liðanna en leiknum lauk með 2-0 sigri Barcelona. 16.12.2025 22:22
Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Chelsea er komið áfram í undanúrslit enska deildarbikarsins í fótbolta eftir tveggja marka sigur, 3-1, á Cardiff City í kvöld. 16.12.2025 21:57
Halda Orra og Sporting engin bönd Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í liði Sporting Lissabon eru með örugga forystu á toppi portúgölsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Liðið hefur enn ekki tapað leik. 16.12.2025 21:38
Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, átti flottan leik er lið hans Barcelona vann öruggan sigur á Torrelavega í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 16.12.2025 21:16
Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Alba Berlin eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í körfubolta. Þetta var ljóst eftir sigur liðsins gegn Sabah í kvöld. 16.12.2025 21:06