fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á­tján ára með 13 kíló af kókaíni

Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 

Ráð­leggur fólki að koma fyrr á völlinn

Isavia ráðleggur fólki að koma fyrr en venjulega í innritun á Keflavíkurflugvöll í þessari viku vegna páskaörtraðar á vellinum. Upplýsingafulltrúi segir að langtímabílastæði nálægt vellinum hafi verið uppöntuð yfir hátíðina strax í síðustu viku þrátt fyrir að þeim hafi verið fjölgað.

Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar

Koma hefði mátt í veg fyrir manndráp hefði hið opinbera gert viðeigandi ráðstafanir í málum veikra einstaklinga að mati formanns Afstöðu. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að bjóða upp á fleiri úrræði fyrir hópinn og byggja sérstaka öryggisstofnun. Það þurfi að gerast hratt því hátt í tuttugu manns séu tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar.

Á­nægju­legt að breið sátt liggi fyrir um upp­gjör vegna ÍL-sjóðs

Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir ánægjulegt að breið sátt hafði náðst meðal kröfuhafa um tillögu nefndar ráðherra vegna uppgjörs skulda ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar ÍL sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs samþykktu í dag tillögu um að gang að slitum sjóðsins og uppgjöri skuldabréfa. 

Banda­ríkin muni semja

Seðlabankastjóri telur að stjórnvöld í Bandaríkjunum muni semja við helstu viðskiptaþjóðir sínar um tolla í stað þess að taka ákvarðanir um þá einhliða. Hlutabréfamarkaðir hafa verið eins og jójó síðustu daga í takt við ákvarðanir Bandaríkjaforseta.

Mögu­lega leik­flétta og eða við­brögð við lækkunum

Sögulegar hækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að bíða með ofurtollahækkanir á öll lönd nema Kína í gær. . Hagfræðiprófessor telur að mögulega sé ákvörðunin hluti af fléttu forsetans eða viðbrögð við miklum lækkunum á öllum mörkuðum vestanhafs síðustu daga.

Gæti þurft að reisa varnar­garða á höfuð­borgar­svæðinu

Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni.

Geti sagt fyrir um eld­gos við höfuð­borgar­svæðið með nokkurra vikna fyrir­vara

Veðurstofan hefur stórbætt vöktunarkerfi sitt síðan eldvirkni hófst á Reykjanesi að sögn fagstjóra. Reynslan sýni að hægt sé að vara við eldsumbrotum með nokkurra vikna fyrirvara. Hann segir ekkert nýtt í nýrri skýrslu um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem varað er við mögulegum eldsumbrotum og jarðskjálftum. Hins vegar sé um að ræða mikilvæga samantekt um mismunandi sviðsmyndir á svæðinu. 

Býst við kol­svartri skýrslu

Formaður rannsóknarnefndar um Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á áttunda áratugnum segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð við beiðni um að fólk lýsi reynslu sinni af starfsemi stofnunarinnar. Talsmaður fólks á Vöggustofum býst við jafn kolsvartri skýrslu um þetta tímabil og önnur sem hafa þegar verið rannsökuð.

Al­þingi hafi átt að vera upp­lýst

Utanríkisráðherra telur að Alþingi hafi átt að vera upplýst um viðauka á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var fyrir ríflega sjö árum. Af þessu þurfi að draga lærdóm. Hún gerir hins vegar engar athugasemdir við viðaukann og vill auka varnarsamstarf við Bandaríkin og önnur ríki.

Sjá meira