Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Yngstu pottverjarnir segja sinn tíma runninn upp

Börnin í Úlfársárdal eru hæstánægð með nýja sundlaug sem opnuð var í hverfinu í dag, ef marka má vel valið úrtak fréttastofu. Þó eru skiptar skoðanir uppi um hvort það sé börnum bjóðandi að þurfa að bíða lengur eftir að fá vatnsrennibraut í hverfið.

Fjölnir Tattoo er látinn

Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri.

Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist

Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst.

Birkir Blær sigurvegari sænska Idolsins 2021

Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson fór með sigur af hólmi þegar hann mætti söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í úrslitum sænska Idol í kvöld.

Atvinnuleysi stendur í stað

Skráð atvinnuleysi mældist 4,9% í nóvember og var óbreytt frá því í október. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 78 frá októbermánuði.

Geta framselt Assange til Bandaríkjanna

Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað.

Sjá meira