Fjölnir Tattoo er látinn Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2021 20:22 Fjölnir Geir Bragason tók virkan þátt í að móta húðflúrsmenningu landsins. Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. Húðflúrlistamaðurinn fæddist í Reykjavík þann 5. febrúar 1965 og er sonur Kolbrúnar Benediktsdóttur leikskólakennara og Braga Ásgeirssonar myndlistamanns. Systkini Fjölnis eru Bragi Agnar (Brian), Júlía, Ásgeir Reynar, Símon Jóhann og Kolbrá Þyri. Synir Fjölnis eru Atli Freyr, fæddur 30. júní 1989, Fáfnir, fæddur 9. desember 1995 og Fenrir Flóki, fæddur 16. febrúar 2013. Barnabörn Fjölnis eru Fjölnir Myrkvi, Ísabel Dimma og Indíana Nótt, Atlabörn. Fjölnir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 2000 og starfaði sem húðflúrlistamaður frá árinu 1995. Hann vann lengst af á JP Tattoo og svo síðar á Íslenzku húðflúrstofunni. Fjölnir tók þátt í að stofna og skipuleggja FO TATT FEST hátíðina í Færeyjum árið 2012 ásamt félaga sínum Páli Sch Thorsteinssyni. Nú síðastliðið sumar hélt Fjölnir Tattoo blót á Langaholti á Snæfellsnesi og svo var fyrsta íslenska hátíðin, IS TATT FEST haldin í IÐNÓ í október síðastliðnum. Ásgeir Bragason bróðir hans er meðal þeirra sem minnast Fjölnis í kvöld og hefur fjöldi fólks vottað fjölskyldunni samúð sína. Fjölnir hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri húðflúrsmenningu og verið samferða byltingu sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Hann ræddi skrautlegan feril sinn við Sölva Tryggvason í hlaðvarpsþætti hans fyrr á þessu ári. „Þegar ég segist hafa séð blóð, svita og tár, þá er ég að tala um alvöru blóð, svita og tár. Og fólk segir manni allt þegar það situr í stólnum, þannig að ég hef séð ótrúlegan þverskurð af íslensku samfélagi í gegnum árin. Og oft hefur maður horft upp á sorglega hluti og ótrúlegar sögur,“ sagði Fjölnir. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Fjölnir var hluti af fimm manna hópi sem steig fram til að lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á vöggustofum og fleiri opinberum uppheldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik seinustu aldar. Mennirnir áttu það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og margir sem voru vistaðir á stofnununum. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Hópurinn mætti á fund borgarstjóra vegna málsins í sumar og kallaði eftir nákvæmri úttekt á því hversu mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum. Þá vildu þeir viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Húðflúrlistamaðurinn fæddist í Reykjavík þann 5. febrúar 1965 og er sonur Kolbrúnar Benediktsdóttur leikskólakennara og Braga Ásgeirssonar myndlistamanns. Systkini Fjölnis eru Bragi Agnar (Brian), Júlía, Ásgeir Reynar, Símon Jóhann og Kolbrá Þyri. Synir Fjölnis eru Atli Freyr, fæddur 30. júní 1989, Fáfnir, fæddur 9. desember 1995 og Fenrir Flóki, fæddur 16. febrúar 2013. Barnabörn Fjölnis eru Fjölnir Myrkvi, Ísabel Dimma og Indíana Nótt, Atlabörn. Fjölnir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 2000 og starfaði sem húðflúrlistamaður frá árinu 1995. Hann vann lengst af á JP Tattoo og svo síðar á Íslenzku húðflúrstofunni. Fjölnir tók þátt í að stofna og skipuleggja FO TATT FEST hátíðina í Færeyjum árið 2012 ásamt félaga sínum Páli Sch Thorsteinssyni. Nú síðastliðið sumar hélt Fjölnir Tattoo blót á Langaholti á Snæfellsnesi og svo var fyrsta íslenska hátíðin, IS TATT FEST haldin í IÐNÓ í október síðastliðnum. Ásgeir Bragason bróðir hans er meðal þeirra sem minnast Fjölnis í kvöld og hefur fjöldi fólks vottað fjölskyldunni samúð sína. Fjölnir hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri húðflúrsmenningu og verið samferða byltingu sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Hann ræddi skrautlegan feril sinn við Sölva Tryggvason í hlaðvarpsþætti hans fyrr á þessu ári. „Þegar ég segist hafa séð blóð, svita og tár, þá er ég að tala um alvöru blóð, svita og tár. Og fólk segir manni allt þegar það situr í stólnum, þannig að ég hef séð ótrúlegan þverskurð af íslensku samfélagi í gegnum árin. Og oft hefur maður horft upp á sorglega hluti og ótrúlegar sögur,“ sagði Fjölnir. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Fjölnir var hluti af fimm manna hópi sem steig fram til að lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á vöggustofum og fleiri opinberum uppheldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik seinustu aldar. Mennirnir áttu það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og margir sem voru vistaðir á stofnununum. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Hópurinn mætti á fund borgarstjóra vegna málsins í sumar og kallaði eftir nákvæmri úttekt á því hversu mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum. Þá vildu þeir viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25