Telja að mannvirki muni þola hlaupið Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24.11.2021 20:36
Landsbankinn hækkar vexti Landsbankinn hækkar breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,35 prósentustig í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. 24.11.2021 17:25
Losa metfjölda olíutunna úr varaforða til að lækka eldsneytisverð Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bandaríkin hyggist losa 50 milljónir olíutunna úr varaforða ríkisins á markað með það að markmiði að ná niður eldsneytisverði. 23.11.2021 23:58
Tempo festir kaup á Roadmunk Tempo, dótturfélag Origo, hefur fest kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Roadmunk Inc. Félagið þróar samnefndan hugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að byggja upp, hanna og miðla stefnu fyrir hugbúnaðarvörur með sjónrænum hætti. 23.11.2021 23:06
Keyptu eina dýrustu lúxusíbúð í Reykjavík Búið er að selja 337 fermetra lúxusþakíbúð við Austurhöfn við hlið Hörpu. Félagið K&F ehf. keypti eignina en félagið er í eigu hjónanna Kesara Margrét Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra. 23.11.2021 22:23
Alvarlegast hvernig staðið var að vörslu kjörgagna Alvarlegasti annmarkinn á framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi þann 25. september lýtur að vörslu kjörgagna á meðan yfirkjörstjórn yfirgaf talningarstað daginn eftir kjördag. Þetta er niðurstaða undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem lauk störfum í gær. 23.11.2021 21:33
Ólafur Arnalds tilnefndur til tveggja Grammy-verðlauna Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hlaut í dag tvær tilnefningar til hinna virtu Grammy-verðlauna fyrir tvö lög af nýjustu breiðskífu sinni some kind of peace. Platan sem kom út í fyrra hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda en þar sýnir Ólafur persónulegri hlið en hann hefur sýnt áður. 23.11.2021 19:01
Fasteignavelta dregst saman um þrettán prósent Fasteignavelta á landsvísu minnkaði um 12,8% í október samhliða fækkun kaupsamninga. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Þjóðskrár sem byggir á þinglýstum gögnum. 23.11.2021 17:58
Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22.11.2021 23:46
Orkuveitan hagnaðist um ellefu milljarða Samstæða Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hagnaðist um 10,9 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður nam 744 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. 10,6 milljarða króna sveifla var í verðmæti langtíma raforkusölusamninga OR á tímabilinu vegna hækkunar álverðs. 22.11.2021 22:27