Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Stjórnvöld í Ástralíu hafa tilkynnt um umfangsmiklar breytingar á skotvopnalögum í kjölfar skotárásarinnar á Bondi-strönd á sunnudag, þar sem fimmtán voru myrtir. 19.12.2025 08:05
Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Evrópuleiðtogar hafa samþykkt að veita Úkraínu 90 milljarða evra lán til að mæta fjárhagslegum þörfum landsins næstu tvö árin en ekki náðist samkomulag um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna lánið. 19.12.2025 07:05
Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Lögregla rannsakar nú atvik þar sem bifreið var bakkað á barn en meiðsl barnsins eru sögð hafa verið minniháttar. Þá kom upp sérkennilegt atvik á vaktinni í gærkvöldi eða nótt þegar einstaklingur leitaði á lögreglustöð til að fá aðstoð til að komast úr handjárnum. 19.12.2025 06:32
Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Nýjar vendingar hafa átt sér stað í langvarandi baráttu um bú Lisu Marie Presley, dóttur Elvis Presley og Priscillu Presley, sem lést 54 ára árið 2023. Í gögnum sem fyrrverandi viðskiptafélagar Priscillu hafa lagt fram fyrir dómstólum segir að bæði Lisa Marie og dóttir hennar, leikkonan Riley Keough, hafi gefið egg til John Travolta og Kelly Preston. Ben, yngsti sonur þeirra hjóna, hafi verið getinn með eggi frá Keough. 18.12.2025 09:50
Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemdir við málsmeðferð kærunefndar útlendingamála og beint því til nefndarinnar að hún taki mál fyrir að nýju. Samkvæmt áliti var umfjöllun nefndarinnar áfátt og er henni bent á að taka tillit til sjónarmiða umboðsmanns í framtíðinni. 18.12.2025 08:45
Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Upp hafa komið mál á Íslandi þar sem einstaklingar hafa verið sviptir erfðarétti eftir að hafa valdið arfleifanda bana en þau eru afar fá. Héraðsdómur Reykjaness vísaði í gær frá kröfu hálfbróður Margrétar Höllu Löf um að hún yrði svipt erfðaréttinum eftir að hafa banað föður þeirra. Þannig kann Margrét á endanum að hagnast fjárhagslega af því að hafa myrt föður sinn. 18.12.2025 07:29
Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Nick Reiner, sem er grunaður um að hafa myrt foreldra sína Rob og Michele Reiner, var leiddur fyrir dómara í gær. Athygli vakti að hann var íklæddur kyrtli sem notaður er fyrir fanga sem eru taldir í sjálfsvígshættu. Aðdragandi morðanna virðist vera að skýrast, ef marka má miðla vestanhafs. 18.12.2025 07:21
Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Fasteignamarkaðurinn er enn kaupendamarkaður, samkvæmt svörum fasteignasala við könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þeim fækkaði hins vegar úr 91 prósent í 79 prósent milli nóvember og desember sem töldu virkni markaðarins frekar litla eða mjög litla. 18.12.2025 06:52
Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Nóttin virðist hafa verið með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þrír gistu fangageymslur í morgunsárið. Í yfirliti lögreglu er aðeins getið um eina handtöku en þar var um að ræða konu sem ók undir áhrifum lyfja, auk þess sem hún var ekki með ökuréttindi. 18.12.2025 06:26
Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Það var nuddari sem gerði dóttur Rob og Michele Reiner viðvart, þegar hún bankaði uppá á heimili þeirra á sunnudaginn en fékk engin viðbrögð. Romy Reiner, 28 ára, kom á vettvang stuttu síðar ásamt vini sínum. Hún fór inn en kom aftur út skömmu síðar, eftir að hafa fundið föður sinn látinn. 17.12.2025 08:23