Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Donald Trump Bandaríkjaforseti og Sanae Takaichi, forsætisráðherra Japan, hafa undirritað samkomulag um fágæta málma og önnur steinefni. 28.10.2025 07:09
Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, hefur bæst í hóp þeirra sem hyggjast sækjast eftir að verða formaður flokksins á aukaaðalfundi á fimmtudag. Dóra Björt Guðjónsdóttir hefur einnig lýst yfir framboði. 28.10.2025 06:46
Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Abdullah konungur af Jórdaníu segir að friður sé forsenda þess að erlendur liðsafli verði sendur inn á Gasa. Jórdanía og Egyptaland hafa skuldbundið sig til að koma að því að þjálfa nýtt lögreglulið á Gasa. 27.10.2025 07:59
Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Forsvarsmenn svokallaðra „matarbanka“ í Bandaríkjunum eru uggandi um ástandið sem þeir búast við að muni skapast í nóvember, þegar stjórnvöld hætta að fjármagna mataraðstoð til handa þeim sem þurfa. 27.10.2025 07:15
Er enn að vinna úr því að hafa lifað „Mér þykir þetta dálítið skrýtið, að það séu komin þrjátíu ár. Sérstaklega af því að ég er bara að vinna mjög mikið í hlutum sem tengjast þessu,“ segir Sóley Eiríksdóttir, sem var ellefu ára þegar hún lenti í snjóflóðinu á Flateyri. Tuttugu létust í náttúruhamförunum, þeirra á meðal Svana, eldri systir Sóleyjar, og Sólrún Ása, frænka hennar. 26.10.2025 09:52
Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Níu einstaklingar í Michigan í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn yfirvöldum og vilja að aðstandendur þungaðra kvenna sem hlotið hafa heilaskaða og munu ekki ná sér geti tekið ákvörðun um að leyfa þeim að deyja. 24.10.2025 08:50
Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Tveir alríkisdómarar í Bandaríkjunum hafa viðurkennt að hafa gefið út ákvarðanir sem voru fullar af villum, eftir að gervigreind var notuð til að semja þær. 24.10.2025 07:10
Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Leiðtogum Evrópusambandsins tókst ekki að ná saman í gær um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna varnir Úkraínu. Málið strandaði á Belgíu. 24.10.2025 06:50
Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Það getur tekið einstaklinga á leigumarkaði ellefu ár að safna fyrir útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu og átján ár fyrir einstæða foreldra. Þetta segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að fyrir barnlaust par tæki það tæp tvö ár. 23.10.2025 09:57
Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Gert er ráð fyrir að tugþúsundir munu taka þátt í baráttufundum- og göngum stjórnmálaflokkanna Fidesz og Tisza í Búdapest í Ungverjalandi í dag, en gengið verður til þingkosninga í apríl á næsta ári. 23.10.2025 08:44