Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Bandaríski leikarinn Neal McDonough telur að regla sem hann hefur sett sjálfum sér hafi orðið til þess að hann eigi erfiðara með að fá verkefni í Hollywood. Reglan er sú að hann heimtar að hann sé ekki látinn kyssa mótleikara sína. Hann vill einungis kyssa eiginkonu sína. 31.7.2025 16:44
Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Meintur veðurbreytir er sagður hafa verið fluttur frá Bretlandi norður í land í tilefni af tónleikum Kaleo í Vaglaskógi um síðustu helgi. Markmiðið hafi verið að komast hjá rigningarveðri. 31.7.2025 15:30
Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Lögreglan á Vestfjörðum og Landhelgisgæslan eru nú í ísbjarnareftirliti, einkum yfir Hornströndum vegna myndbands sem lögreglunni barst í gær. 31.7.2025 12:48
Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Zakk Wylde, gítarleikari og náinn samstarfsmaður Ozzy Osbourne sem lést á dögunum, hefur greint frá síðustu skilaboðunum sem hann fékk frá honum. Þar mun Osbourne hafa lýst yfir þakklæti sínu. 31.7.2025 10:30
Lögreglan leitar þessara manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. 30.7.2025 14:42
Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, munu heimsækja Kanada á morgun og dvelja í nokkra daga. Ástæðan er að 150 ár eru liðin frá því að fyrsti stóri Íslendingahópurinn fór vestur um haf, til Manitoba og stofnaði þar svæðið Nýja Ísland. 29.7.2025 16:30
Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Bandaríska poppstjarnan Katy Perry og Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, sáust snæða saman á veitingastað í Montreal í Kanada. 29.7.2025 14:38
Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Spennan milli Oasis-bræðranna Liam og Noel Gallagher er að sögð vera að magnast upp nú á meðan tónleikaferðalag þeirra stendur sem hæst. 28.7.2025 20:00
Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Paul Gallagher, eldri bróðir Oasis-liðanna Liams og Noels Gallagher, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og önnur brot. 28.7.2025 16:12
Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Harrý Bretaprins er sagður bjóðast til þess að deila dagatali sínu með bresku konungsfjölskyldunni. Með því er hann talinn rétta fram eins konar sáttahönd eftir að hafa átt í stormasömu sambandi við fjölskyldu sína. 28.7.2025 15:45