Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eig­andi Remax á­kærður fyrir markaðsmisnotkun

Héraðssaksóknari hefur ákært Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Remax fyrir markaðsmisnotkun. Héraðssaksóknari ákærir einnig félagið IREF en Þórarinn Arnar var prókúruhafi í félaginu.

„Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upp­lifa svona rosa­legt bak­slag“

Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru sammála um að þó svo að í dag sé bakslag í jafnréttisbaráttu hafi verið stigin afar stór skref síðustu ár. Það séu nýjar áskoranir í nýjum tegundum ofbeldis og nýjum kynslóðum gerenda, en þær séu vel tilbúnar að takast á við slíkar áskoranir. 

Brennur fyrir borgar­hönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari

Fyrstu drög að fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur voru nýlega sett í samráðsgátt. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir stefnuna loforð til íbúa um það hvernig borg eigi að byggja og hvaða gæði eigi að tryggja við það. Hún segir umræðu um hennar eigin fasteignakaup hafa vakið hjá henni reiði og óöryggi og það hafi sérstaklega sært hana hversu samhengislaus umfjöllunin var. Kaupin kjarni hennar pólitík og stefnu.

Nóa-Siríus fjöl­skyldan fyrr­verandi selur súkkulaðihöll

Hjónin Finnur Geirsson og Steinunn K. Þorvaldsdóttir, sem áður áttu og ráku Nóa Síríus, selja nú hús sitt að Strýtuseli 13 í Reykjavík. Finnur lét af störfum eftir 31 ár sem forstjóri félagsins árið 2021 þegar norska fyrirtækið Orkla keypti Nóa Síríus.

Verk­fall flug­um­ferðar­stjóra hafið

Verkfall flugumferðarstjóra er nú hafið og stendur fyrsta lota þess til klukkan þrjú í nótt. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir miður að staðan sé þessi. Hann vonast til þess að hægt verði að semja í vikunni og á von á því að boðað verði til fundar á morgun eða hinn. Hann sé tilbúinn til að funda verði það gert.

Sam­komu­lag við Þjóð­verja eigi að tryggja varnir og öryggi Ís­lendinga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins.

Flug­um­ferðar­stjórar verði að sætta sig við sömu launa­hækkanir og aðrir

Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút.

Nem­endur ganga í skrokk á kennurum og kjara­deila enn í hnút

Skólastjóri í grunnskóla segir nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Dæmi séu um að þeir hafi þurft að leita læknisaðstoðar. Flugumferðastjórar leggja að óbreyttu niður störf í fimm klukkustundir í kvöld. Ríkissáttasemjari segir deiluna í hnút.

Lög­regla að­stoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði við að vísa fólki út af hótelherbergi í hverfi 105 í dag. Í dagbók lögreglu segir að fólkið hafi haldið vöku fyrir öðrum gestum hótelsins með partý. Fram kemur að fólkið hafi yfirgefið hótelið án nokkurra vandræða.

Sjá meira