Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Hið árlega Haustbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Vísi klukkan 19:30 í kvöld. Eins og alltaf eru stórir vinningar og strákarnir lofa stuði og stemningu. 14.9.2025 16:02
Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Leikarinnn og grínistinn Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur bæst við uppistandshópinn Púðursykur og mun þreyta frumraun sína í uppistandi með hópnum í kvöld. 12.9.2025 13:38
Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Sundfatamódelið Brooks Nader er sögð hafa deitað bæði Carlos Alcaraz og Jannik Sinner meðan á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis stóð. Þeir spiluðu til úrslita á mótinu en Alcaraz virðist hafa unnið tvöfalt, bikarinn og hjarta módelsins. 12.9.2025 11:27
Barnaefni fyrir fullorðna Eftir hörmulega slappa aðra seríu tekst Ísgaurunum að rétta kúrsinn í þeirri þriðju með beittara gríni og góðum gestaleikurum. Stöku snilldarbrandarar grafast þó undir loftkenndri sögu. Ísgaurarnir virðast fastir í millibilsástandi milli barnaefnis og gríns fyrir fullorðna. 12.9.2025 07:07
Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Ölstofa Kormáks og Skjaldar hefur komið fyrir sjónvarpi þar sem áður var krítartafla með bjórverði. Eigendur létu verða af því eftir að hafa rætt málið í 22 ár. Einhvern veginn verði að halda kúnnum í húsi þegar áfengisgjald hækkar stöðugt. Ölstofan sé þó ekki að breytast í sportbar. 11.9.2025 15:14
Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt Ríkisútvarp Írlands hefur greint frá því að Írland muni ekki taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári fái Ísrael að vera með í keppninni. 11.9.2025 13:28
Birti bónorðið í Bændablaðinu „Óska eftir hönd Guðrúnar Vöku Steingrímsdóttur: Elsku Guðrún mín, viltu giftast mér? Þinn Freyr Snorrason.“ 11.9.2025 11:48
Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Uppselt er á tónleika Laufeyjar í Kórnum 14. mars 2026 og hefur því aukatónleikum verið bætt við degi síðar, 15. mars. Allir miðar á aukatónleikana fara beint í almenna sölu sem hefst klukkan níu í fyrramálið. Ekki verða fleiri tónleikar en það. 11.9.2025 11:10
Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Rax fékk á árum sínum hjá Morgunblaðinu oft það verkefni að taka portrettmyndir af ráðamönnum og öðrum fyrirmennum þjóðarinnar. Hann rifjar nú upp eftirminnilegar myndir af Vigdísi Finnbogadóttur, Davíð Oddsyni og öðrum. 11.9.2025 10:02
Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr tíma hjá Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í MPA-námi sínu við Columbia-háskóla þessa önn. 11.9.2025 07:02