Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Fantasýn-strákarnir ræddu meðal annars Manchester United og þá sérstaklega einn leikmann liðsins í nýjasta þætti sínum þar sem þeir ræddu um réttan undirbúning fyrir komandi helgi í Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. 31.10.2025 13:00
Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enska fótboltafélagið Sheffield Wednesday er í greiðslustöðvun en skiptastjórar Wednesday hafa tilkynnt að leikmenn og starfsfólk hafi fengið full laun greidd degi fyrr. Frábært framtak og kaupgleði stuðningsmanna félagsins reddaði málunum. 31.10.2025 12:33
Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Þýska bundesligan í handbolta þarf að leita sér að nýjum aðalstyrktaraðila því núverandi samstarfsaðili, Daikin, hættir eftir aðeins tveggja ára samstarf. 31.10.2025 11:02
Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Íslandsmótið í CrossFit fer fram í næstu viku og það er athyglisvert þema í nafnagjöf á keppnisgreinum mótsins í ár. 31.10.2025 10:30
Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Luciano Spalletti er tekinn við sem nýr þjálfari stórliðs Juventus en það gæti verið erfitt fyrir stuðningsmenn félagsins að líta fram hjá sterkum tengslum nýja þjálfarans við erkifjendurna í Napoli. Myndarlegt húðflúr hjálpar vissulega ekki til. 31.10.2025 09:32
Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Karlotta Ósk Óskarsdóttir er stanslaust á hlaupum og notar þau til að gera upp fortíðina. Hún horfir þá líka til framtíðar og ætlar sér að setja fleiri Íslandsmet í framtíðinni. Ágúst Orri Arnarson hitti ofurhlauparann í Elliðaárdalnum. 31.10.2025 08:30
„Nú er nóg komið“ Króatíska knattspyrnukonan Ana Markovic kallar eftir aðgerðum eftir hryllilegan mánuð fyrir hné knattspyrnukvenna. 31.10.2025 08:03
NBA-leikmaður með krabbamein Nikola Topic, bakvörður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta, hefur hafið krabbameinslyfjameðferð eftir að hafa greinst með eistnakrabbamein. 31.10.2025 07:33
Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Gervigreindin er orðin það öflug og algeng að fólk þarf að efast um það sem það sér á netinu þótt það líti trúanlega út. Gott dæmi um það er meintur nýr knattspyrnuleikvangur sem átt að byggja fyrir HM í fótbolta 2034. 31.10.2025 06:31
Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Norska handboltakonan Sanna Solberg-Isaksen verður ekki með norska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta í næsta mánuði. 30.10.2025 17:45