Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Alls taka tólf þingmenn og ráðherrar til máls á fyrsta þingfundi 10.9.2025 19:20
Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Íbúar í Hveragerði fundu fyrir skjálfta rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. 10.9.2025 18:58
Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann sem hafði fengið far með leigubíl en neitaði svo að greiða fyrir farið þegar hann var kominn á leiðarenda. Viðkomandi hefur verið kærður fyrir fjársvik. 10.9.2025 18:23
Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Ellefu sóttu um starf ritstjóra Kveiks en fráfarandi ritstjóri sagði starfi sínu lausu í ágúst. Á meðal umsækjenda eru blaðamenn RÚV og kvikmyndaleikstjóri. 10.9.2025 17:31
Alþingi efnir til stefnuræðubingós Á Facebook-síðu Alþingis hafa verið birt bingóspjöld fyrir svokallað „stefnuræðubingó.“ Sigurvegarinn fær einkaleiðsögn um Alþingishúsið. 10.9.2025 17:10
Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Íslenskur hjúkrunarfræðinemi er fastur á hóteli í höfuðborg Nepal eftir að gríðarleg mótmæli brutust þar út fyrr í vikunni. Útgöngubann er í borginni og mikil óvissa ríkir um næstu skref. 10.9.2025 16:34
Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Rithöfundur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddu málfrelsi sem mikið hefur verið til umræðu eftir umdeildan Kastljós-þátt. Þau sammælast um að á Íslandi ríki málfrelsi en það þýði ekki að segja ætti allt sem hver maður hugsar. Það að vera ósammála skoðunum annarra sé ekki brot á málfrelsi. 7.9.2025 17:13
Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Hringveginum hefur verið lokað til austurs undir Ingólfsfjalli til austurs vegna umferðaróhapps. 7.9.2025 16:22
Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út á mesta forgangi. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna vélhjólaslyss. 7.9.2025 16:17
Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Í nýrri rannsókn voru þjóðsöngvar 176 landa greindir út frá því hvaða tilfinningar tónlistarleg einkenni laganna geta vakið. Af þjóðsöngvum Norðurlandanna reyndist sá finnski vera gleðilegastur. 7.9.2025 14:56