„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2.5.2025 22:13
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Grindavík náði að knýja fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Grindavík vann í kvöld 95-92 sigur eftir magnaða endurkomu. 2.5.2025 21:29
„Ég hef hluti að gera hér“ DeAndre Kane átti stórkostlegan leik fyrir Grindavík sem vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Oddaleikur liðanna fer fram á mánudag. 2.5.2025 21:24
„Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Bjarki Björn Gunnarsson var maður leiksins þegar ÍBV lagði Stjörnuna að velli í Bestu deildinni. Bjarki Björn skoraði frábært mark og sagði fólk vera farið að átta sig á að Eyjaliðið væri hörkulið. 28.4.2025 20:14
Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram ÍBV vann í kvöld góðan útisigur á Stjörnunni þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabæ. Lokatölur 3-2 og ÍBV komið upp í 2. - 3. sæti Bestu deildarinnar. 28.4.2025 19:40
„Hann er tekinn út úr leiknum“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var augljóslega svekktur eftir tapið gegn Álftnesingum í kvöld, í leik þar sem Stólarnir fengu tækifæri undir lokin til að ná sigrinum og komast í 2-0 í einvíginu. 25.4.2025 22:10
„Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ David Okeke var mættur aftur til leiks með Álftnesingum í kvöld og var afar ánægður eftir magnaðan sigur á Tindastóli í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Staðan í einvíginu er jöfn eftir leik kvöldsins. 25.4.2025 21:59
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Álftanes jafnaði metin í undanúrslitum Bónus deildar karla körfubolta í kvöld eftir rosalegan leik gegn Tindastóli þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndu leiksins. Staðan í einvíginu 1-1 en næsti leikur liðanna fer fram á Sauðárkróki. 25.4.2025 18:32
„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tap hans liðs gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Tapið þýðir að Grindavík er 2-0 undir í einvígi liðanna. 24.4.2025 22:43
„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var gríðarlega ánægður með sigur Stjörnunnar á Grindavík í dag, í leik þar sem Stjörnumenn hálfpartinn stálu sigrinum á lokasekúndunum. 24.4.2025 21:58