Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tapaði 20 milljónum á svip­stundu við að sam­þykkja beiðni

Dæmi eru um að fólk sem fellur fyrir netsviki tapi allt að 20 milljónum á svipstundu með því að samþykkja einfalda beiðni í símanum. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til að tilkynna netsvik tafarlaust þrátt fyrir skömm. Hver klukkutími skiptir máli.

Stærsti óttinn varð að veru­leika á þriðja degi af 90

Stærsti ótti sundkappans Ross Edgley varð að veruleika á þriðja degi af 90 á sundferð hans hringinn í kringum landið. Hlutar af tungu kappans fóru þá að falla út í morgunkornið. Fréttastofa heyrði hljóðið í kappanum eftir tveggja vikna sjósund.

Flug­maðurinn hafi verið mjög heppinn

Meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík segist hafa orðið verulega skelkaður þegar hann sá litla flugvél nálgast Suðurlandsveg óðfluga í gærkvöldi. Hann segir flugmanninn hafa verið í góðu skapi og hund hans jafnvel hressari.

Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar

Ríkislögreglustjóri segir fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum frjálst að tjá sig svo lengi sem hann beri ábyrgð á orðum sínum. Hún segir pólitískar væringar síðustu ár hafa bitnað á löggæslustörfum hér á landi.

Sósíal­istar tor­tími mögu­lega sjálfum sér

Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum.

Steinn reistur við með eins konar blöðrum

Einn þekktasti steinn landsins, Steinninn undir Þverfellshorni á Esju, var reistur við í dag. Vaskur hópur á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkurflutti steininn aftur á sinn stað. Eins konar blaðra var notuð til verksins.

„Þú hakkar ekki á tóman maga“

Eini kvenkyns þátttakandi Gagnaglímunnar biðlar til ungra kvenna að leggja fyrir sig að hakka í auknum mæli. Iðjan sé einkar skemmtileg og mikilvæg að hennar mati.

„Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“

Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra, sem til stendur að vísa úr landi í upphafi júní, segja að hann verði hætt kominn endi hann aftur út á götum Bogotá í Kólumbíu. Síðast hafi hann þurft að þola hræðilegar raunir. Ákvörðunin sé mikið áfall. 

Sjá meira