Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Magnús Jochum Pálsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 19. ágúst 2025 12:43 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, ræddi við fréttastofu um fundahöld með evrópskum ráðamönnum. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra Íslands segir jákvæðan tón í ráðamönnum eftir fund Evrópuþjóða við Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta. Skýrar meldingar hafi komið frá Bandaríkjunum að þau muni taka þátt í að tryggja frið komist hann á. Hún segist raunsæ með framhaldið. Þú varst að koma af fundi með fulltrúum viljugra þjóða, hvað var rætt á fundinum og hvernig var hljóðið í fulltrúunum? „Það var ágætis hljóð í fulltrúunum. Það er verið að taka stöðuna eftir þennan sameiginlega fund Evrópuríkja í gær og forsvarsmanna NATO með Bandaríkjaforseta og Selenskí Úkraínuforseta. Það er jákvæður tónn í fólki þó fólk sé raunsætt og átti sig á því að það sé að eiga við mjög flóknar aðstæður, eiga við einstakling í Rússlandi sem fólk upplifir að sé ekki treystandi,“ sagði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands. „En ég myndi segja að það sem var gott sem kom út úr fundinum er að það komu skýrar meldingar frá Bandaríkjaforseta að það væri vilji til að taka þátt í öryggisskuldbindingum. Á mannamáli þýðir það einfaldlega að allt sem er verið að gera núna snýr að því að koma á friði í Úkraínu. En það er rík saga af því að slíkur friður á þessu svæði hafi ekki haldist,“ sagði hún. „Öryggisskuldbindingar þýða allt sem þessi lönd geta gert í sameiningu með Bandaríkjunum til að tryggja að þegar friður komist á sé næg fæling til að Pútín ráðist ekki inn í Úkraínu. Það skiptir máli að fá þessa skuldbindingu og vilja hjá Bandaríkjunum að taka þátt í því ferli.“ Ánægja með samskiptin Það er ekki langt síðan kastaðist í kekki á síðasta fundi þeirra Trump og Selenskí. Slær við nýjan tón, er meiri von hjá leiðtogum núna en áður? „Ég fylgdist með þessu í gær og við ræddum saman í morgun hvernig þeirra tilfinning var af fundinum og það sem fór á milli fólks milli funda. Fólk virðist almennt hafa verið ánægt með samskiptin,“ sagði Kristrún. Fólk taki vendingum í samskiptum þjóðanna og það sé sérstaklega mikilvægt að Bandaríkin fullyrði að þau muni taka þátt í vinnu við að tryggja frið komist hann á. „Síðan er auðvitað mikilvægt að það var ákveðið að halda bæði tvíhliða og þríhliða fund til þess að ræða um framtíð Úkraínu og það eru Úkraínumenn sem stjórna því,“ sagði Kristrún. „Klárt brot á alþjóðalögum að það sé hægt að nýta styrk sinn“ Miðað við það sem hefur verið rætt virðist stefnan að friði felast í því að Úkraína láti eftir töluvert af landsvæði, gangi ekki í NATO og öryggisráðstöfun hjá Bandaríkjamönnum. Er þessi friður of dýru verði keyptur? Hvernig blasir það við þér? „Það liggur fyrir að aðkoma þessara Evrópulanda, Breta og Kanadamanna og fleiri þjóða sem eru í bandalagi viljugra þjóða er fyrst og fremst að styðja við Úkraínu á forsendu Úkraínumanna. Það er Úkraínumanna að taka ákvörðun um hvernig þau vilja koma út úr slíkum friðarviðræðum,“ sagði Kristrún. „Við höfum hins vegar verið alveg skýr á því að það er klárt brot á alþjóðalögum að það sé hægt að nýta styrk sinn, herstyrk sinn eða afl að öðru leyti, til þess að breyta landamærum. Þarna komum við að því sem skiptir okkur Íslendinga máli. Við erum lítil þjóð, við erum herlaus. Þau fordæmi sem gætu skapast ef illa er haldið á slíkum viðræðum gætu verið hættuleg fyrir fleiri þjóðir. „Þess vegna erum við að taka þátt í þessum samræðum en auðvitað er þetta bandalag fyrst og fremst að styðja við Selenskí en síðan líka að veita þessar tryggingar sem við munum taka þátt í með þeim hætti sem hentar okkur því við höfum góða sögu að segja í þeim málefnum,“ sagði hún. Megi ekki skapast fordæmi fyrir beitingu styrks Eru það að einhverju leyti vonbrigði að Bandaríkin setji fótinn niður með þessum hætti varðandi Atlantshafsbandalagið og það séu ekki umræður um vopnahlé meðan á mögulegum friðarviðræðum stendur. „Umræður um vopnahlé eru enn til staðar. Það hefur færst svolítið fókus yfir á að tala um frið strax en við skulum spyrja að leikslokum þegar að því kemur. En okkar hlutverk í þessu bandalagi er mjög skýrt, þetta eru okkar hagsmunir líka, að það skapist ekki fordæmi fyrir því í nútímasögu að það sé hægt að breyta landamærum með styrk. „En ég vil líka draga fram í dagsljósið sem hefur svolítið gleymst að þetta er líka djúp mannúðarkrísa. Það eru um 20 þúsund úkraínsk börn sem er búið að ræna, flytja yfir til Rússlands og þvinga yfir í ættleiðingu. Þetta er mál sem Ísland og Íslendingar allir eiga að láta sig varða vegna þess að þetta er mannúðarkrísa sem við getum ekki liðið. „Þannig það eru mörg fordæmi sem geta skapast ef við náum ekki að stöðva þetta ástand.“ Raunsæ um framhaldið Er vopnahlé mikilvægt í núverandi ástandi, munu leiðtogar Evrópu einhvern veginn beita sér fyrir því? Hvernig eru næstu skref? „Það hefur verið sameiginlegur vilji til að knýja fram vopnahlé, það sé stopp á þessum átökum og þau stöðvuð vegna þess að það er erfitt að standa í friðarviðræðum á meðan slík átök eru til staðar,“ segir Kristrún. „En eins og ég segi, lykilatriðið er þetta: það er kominn skýr vilji bæði frá bandalagi viljugra þjóða og Bandaríkjunum að vinna núna saman hratt á næstu dögum til að finna út leið til að tryggja langvarandi frið ef og þegar friður kemst á,“ segir hún. Það sé Úkraínumanna að semja um framhaldið. Pútín hefur sagst reiðubúinn til að funda með Selenskí, er það mikilvægt skref í átt að friði? „Auðvitað skiptir það máli að Úkraínumenn taki beint þátt í slíkum samtölum og það er það sem allir leggja áherslu á en svo verðum við bara að sjá hver þróunin verður,“ segir Kristrún. Ertu vongóð um framhaldið? „Ég er raunsæ. Ég held við gætum séð seinkun í viðbrögðum frá Rússlandsforseta, hann hefur oft leikið þann leik. En það er mikil alþjóðleg pressa núna. Það var haft orð á því á þessum fundi frá leiðtogum, sem hafa verið lengi í þessum bransa, að þau hafi sjaldan séð í nútímasögu jafnmikla samstöðu meðal þeirra þjóða sem þarna komu saman. Það skiptir máli,“ segir Kristrún að lokum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Bandaríkin Rússland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Þú varst að koma af fundi með fulltrúum viljugra þjóða, hvað var rætt á fundinum og hvernig var hljóðið í fulltrúunum? „Það var ágætis hljóð í fulltrúunum. Það er verið að taka stöðuna eftir þennan sameiginlega fund Evrópuríkja í gær og forsvarsmanna NATO með Bandaríkjaforseta og Selenskí Úkraínuforseta. Það er jákvæður tónn í fólki þó fólk sé raunsætt og átti sig á því að það sé að eiga við mjög flóknar aðstæður, eiga við einstakling í Rússlandi sem fólk upplifir að sé ekki treystandi,“ sagði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands. „En ég myndi segja að það sem var gott sem kom út úr fundinum er að það komu skýrar meldingar frá Bandaríkjaforseta að það væri vilji til að taka þátt í öryggisskuldbindingum. Á mannamáli þýðir það einfaldlega að allt sem er verið að gera núna snýr að því að koma á friði í Úkraínu. En það er rík saga af því að slíkur friður á þessu svæði hafi ekki haldist,“ sagði hún. „Öryggisskuldbindingar þýða allt sem þessi lönd geta gert í sameiningu með Bandaríkjunum til að tryggja að þegar friður komist á sé næg fæling til að Pútín ráðist ekki inn í Úkraínu. Það skiptir máli að fá þessa skuldbindingu og vilja hjá Bandaríkjunum að taka þátt í því ferli.“ Ánægja með samskiptin Það er ekki langt síðan kastaðist í kekki á síðasta fundi þeirra Trump og Selenskí. Slær við nýjan tón, er meiri von hjá leiðtogum núna en áður? „Ég fylgdist með þessu í gær og við ræddum saman í morgun hvernig þeirra tilfinning var af fundinum og það sem fór á milli fólks milli funda. Fólk virðist almennt hafa verið ánægt með samskiptin,“ sagði Kristrún. Fólk taki vendingum í samskiptum þjóðanna og það sé sérstaklega mikilvægt að Bandaríkin fullyrði að þau muni taka þátt í vinnu við að tryggja frið komist hann á. „Síðan er auðvitað mikilvægt að það var ákveðið að halda bæði tvíhliða og þríhliða fund til þess að ræða um framtíð Úkraínu og það eru Úkraínumenn sem stjórna því,“ sagði Kristrún. „Klárt brot á alþjóðalögum að það sé hægt að nýta styrk sinn“ Miðað við það sem hefur verið rætt virðist stefnan að friði felast í því að Úkraína láti eftir töluvert af landsvæði, gangi ekki í NATO og öryggisráðstöfun hjá Bandaríkjamönnum. Er þessi friður of dýru verði keyptur? Hvernig blasir það við þér? „Það liggur fyrir að aðkoma þessara Evrópulanda, Breta og Kanadamanna og fleiri þjóða sem eru í bandalagi viljugra þjóða er fyrst og fremst að styðja við Úkraínu á forsendu Úkraínumanna. Það er Úkraínumanna að taka ákvörðun um hvernig þau vilja koma út úr slíkum friðarviðræðum,“ sagði Kristrún. „Við höfum hins vegar verið alveg skýr á því að það er klárt brot á alþjóðalögum að það sé hægt að nýta styrk sinn, herstyrk sinn eða afl að öðru leyti, til þess að breyta landamærum. Þarna komum við að því sem skiptir okkur Íslendinga máli. Við erum lítil þjóð, við erum herlaus. Þau fordæmi sem gætu skapast ef illa er haldið á slíkum viðræðum gætu verið hættuleg fyrir fleiri þjóðir. „Þess vegna erum við að taka þátt í þessum samræðum en auðvitað er þetta bandalag fyrst og fremst að styðja við Selenskí en síðan líka að veita þessar tryggingar sem við munum taka þátt í með þeim hætti sem hentar okkur því við höfum góða sögu að segja í þeim málefnum,“ sagði hún. Megi ekki skapast fordæmi fyrir beitingu styrks Eru það að einhverju leyti vonbrigði að Bandaríkin setji fótinn niður með þessum hætti varðandi Atlantshafsbandalagið og það séu ekki umræður um vopnahlé meðan á mögulegum friðarviðræðum stendur. „Umræður um vopnahlé eru enn til staðar. Það hefur færst svolítið fókus yfir á að tala um frið strax en við skulum spyrja að leikslokum þegar að því kemur. En okkar hlutverk í þessu bandalagi er mjög skýrt, þetta eru okkar hagsmunir líka, að það skapist ekki fordæmi fyrir því í nútímasögu að það sé hægt að breyta landamærum með styrk. „En ég vil líka draga fram í dagsljósið sem hefur svolítið gleymst að þetta er líka djúp mannúðarkrísa. Það eru um 20 þúsund úkraínsk börn sem er búið að ræna, flytja yfir til Rússlands og þvinga yfir í ættleiðingu. Þetta er mál sem Ísland og Íslendingar allir eiga að láta sig varða vegna þess að þetta er mannúðarkrísa sem við getum ekki liðið. „Þannig það eru mörg fordæmi sem geta skapast ef við náum ekki að stöðva þetta ástand.“ Raunsæ um framhaldið Er vopnahlé mikilvægt í núverandi ástandi, munu leiðtogar Evrópu einhvern veginn beita sér fyrir því? Hvernig eru næstu skref? „Það hefur verið sameiginlegur vilji til að knýja fram vopnahlé, það sé stopp á þessum átökum og þau stöðvuð vegna þess að það er erfitt að standa í friðarviðræðum á meðan slík átök eru til staðar,“ segir Kristrún. „En eins og ég segi, lykilatriðið er þetta: það er kominn skýr vilji bæði frá bandalagi viljugra þjóða og Bandaríkjunum að vinna núna saman hratt á næstu dögum til að finna út leið til að tryggja langvarandi frið ef og þegar friður kemst á,“ segir hún. Það sé Úkraínumanna að semja um framhaldið. Pútín hefur sagst reiðubúinn til að funda með Selenskí, er það mikilvægt skref í átt að friði? „Auðvitað skiptir það máli að Úkraínumenn taki beint þátt í slíkum samtölum og það er það sem allir leggja áherslu á en svo verðum við bara að sjá hver þróunin verður,“ segir Kristrún. Ertu vongóð um framhaldið? „Ég er raunsæ. Ég held við gætum séð seinkun í viðbrögðum frá Rússlandsforseta, hann hefur oft leikið þann leik. En það er mikil alþjóðleg pressa núna. Það var haft orð á því á þessum fundi frá leiðtogum, sem hafa verið lengi í þessum bransa, að þau hafi sjaldan séð í nútímasögu jafnmikla samstöðu meðal þeirra þjóða sem þarna komu saman. Það skiptir máli,“ segir Kristrún að lokum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Bandaríkin Rússland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira