Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22.6.2025 15:13
Íranir án bandamanna, svimandi hátt verðlag og krísa í Kattholti Bandaríski herinn gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran í gærkvöldi. Íranir hafa heitið hefndum, en sérfræðingur segir möguleika þeirra í þeim efnum nokkuð takmarkaða. Þeir standi svo gott sem einir og án bandamanna gegn Bandaríkjunum og Ísrael. 22.6.2025 11:51
„Þetta er bara það sem mig hefur langað alla ævi“ Draumur ungs knattspyrnuaðdáanda rættist í vikunni, þegar hann fékk óvænt að hitta einn besta fótboltamann sögunnar. Myndband af fundi þeirra hefur farið sem eldur í sinu um internetið. 22.6.2025 09:20
„Glæpsamlegar árásir,“ gæludýr í fjölbýli og gleði með Messi Bandalagsríki Írans kalla eftir því að Ísraelar láti af árásum á nágranna sína. Tala látinna í Íran nálgast 700 frá því átökin hófust fyrir rúmri viku. 21.6.2025 18:05
Ógnarhópar með tengsl við Kína, Aþena og hinseginhátíð í Hrísey Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar Cert-is. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21.6.2025 11:50
Kröfur Bandaríkjaforseta, „lágkúruleg“ blokk og hátíðarhöld Donald Trump Bandaríkjaforseti fer fram á skilyrðislausa uppgjöf Írans í átökum við Ísrael. Ísraelar segja árásum hvergi nærri lokið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. 17.6.2025 18:10
Hefur leit að nýjum saksóknara Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að búið sé að ljúka máli fráfarandi vararíkissaksóknara sem mun láta af embætti. Hún hafi erft málið frá fyrirennara sínum í embætti. Nýr vararíkissaksóknari verður skipaður. 17.6.2025 13:12
Segja skellt á Skattinn og að „ofbeldi“ viðgangist í nefndinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa því sem þeir kalla ofbeldi í atvinnuveganefnd við afgreiðslu frumvarps um hækkun veiðigjalda. Nefndarmönnum hafi í gærkvöldi borist álit frá Skattinum þar sem bent er á reikningsskekkjur í frumvarpinu. Þrátt fyrir það verði fulltrúum Skattsins ekki boðið á fund nefndarinnar og málið verði afgreitt úr nefnd á aukafundi í morgun. Formaður nefndarinnar segir nóg komið af „væli og skæli“ minnihlutans. 13.6.2025 12:40
Vargöld í verktakabransanum, mótmæli og þristur fluttur Stjórnendum verktakafyrirtækis og fjölskyldum þeirra hefur verið hótað lífláti og öxum, bensín- og reyksprengjum hefur verið beitt við heimili þeirra. Stjórnendurnir segja handrukkara á bak við árásirnar og að þær megi rekja til deilna um uppgjör við landeldisfyrirtækið First Water. Lögregla lítur málið alvarlegum augum. 12.6.2025 18:02
Stöðvaði miðasölu um leið og hann áttaði sig á stöðu mála Um þúsund fleiri voru í Laugardalshöll á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöll um helgina heldur en útgefið leyfi gerði ráð fyrir. Lögregla segir mannleg mistök hjá tónleikahaldara og umsækjanda um leyfi hafa ráðið því. Tónleikahaldari segist hafa stöðvað miðasölu um leið og hann áttaði sig á stöðu mála. 4.6.2025 16:38