Karl Héðinn Kristjánsson

Fréttamynd

Banda­ríkin voru alltaf vondi kallinn

Nýleg ákvörðun Bandaríkjanna um að leggja 15% toll á íslenskar vörur sýnir okkur ekki eitthvað nýtt eða sérstakt tilvik í samskiptum þjóðanna. Hún minnir okkur einfaldlega á það sem hefur verið staðreynd í áratugi – jafnvel aldir: Bandaríkin eru ekki vinalegt stórveldi. Þau eru ránskapítalískt heimsveldi – samtvinnað auðhringum, hervaldi og alþjóðastofnunum sem þjóna hagsmunum vestrænnar yfirstéttar á dýran kostnað heimsbyggðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna

Alþingi hefur verið haldið í gíslingu í 147,35 klukkustundir — lengsta málþóf lýðveldissögunnar — þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins tefja atkvæðagreiðslu um einfalda og sjálfsagða leiðréttingu veiðigjalda. Þessi breyting myndi færa þjóðinni réttmætari hlut af sameiginlegri auðlind, en samt sem áður verja þessir sömu stjórnmálamenn áfram gjafastefnu gagnvart stórútgerðinni, sem hefur árum saman hagnast gríðarlega á kostnað almennings.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­menn auð­valdsins

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í stjórnarandstöðu hafa staðið fyrir 110 klukkustunda málþófi á Alþingi til að tefja leiðréttingu veiðigjaldsins – einfalt skref sem myndi færa ríkissjóði 6–8 milljarða króna á ári og stöðva langvarandi og kerfisbundið svind stórútgerðanna gegn þjóðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíal­ista­flokkurinn kaus breytingar

Yfir 230 félagsmenn tóku þátt í aðalfundi Sósíalistaflokks Íslands síðastliðinn laugardag, þar sem kosið var í allar stjórnir flokksins. Þar var skýrt val á milli tveggja leiða – og niðurstaðan var skýr: félagsfólk kaus breytingar með afgerandi meirihluta.

Skoðun
Fréttamynd

Lýð­ræði, gagn­sæi og vald­dreifing í Sósíal­ista­flokknum

Nýlega skrifaði Oddný Eir grein þar sem hún gagnrýnir þá sem hafa kallað eftir breytingum innan Sósíalistaflokksins og sakar okkur um að vinna gegn lýðræði. Þessar ásakanir eru bæði ósanngjarnar og rangar. Við sem höfum talað fyrir umbótum gerum það af einni ástæðu: að styrkja flokkinn okkar með auknu lýðræði, valddreifingu og gagnsæi.

Skoðun