Norðurljós

Fréttamynd

Þetta skýrir mögnuðu norður­ljósin

Norðurljós hafa skreytt himininn síðustu kvöld svo eftir hefur verið tekið. Litrík og kvik norðurljósin hafa lokkað landann út í náttúruna líkt og mátti sjá á samfélagsmiðlum enda ansi magnað sjónarspil.

Innlent
Fréttamynd

„Klikkuð“ norður­ljós fyrir utan Sel­foss

„Þetta var bara klikkað. Við vorum á leiðinni í bæinn en sáum þessi norðurljós rétt fyrir utan Selfoss, þannig við stoppuðum og fylgdumst með þessu,“ segir Sif Baldursdóttir, sem fangaði sjónarspilið á myndskeiði.

Innlent
Fréttamynd

Fá­tækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum

Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa mar­traða­kenndri leigu­bíla­ferð upp í Blá­fjöll

Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund.

Innlent
Fréttamynd

Norður­ljósin séu svalasta undur veraldar

Keppandi Ástralíu í Eurovision í ár segist elska að prakkarast með strákunum í Væb. Þá hafi hann alltaf langað til að heimsækja Ísland þar sem hann telur norðurljósin svalasta undur veraldar. 

Lífið
Fréttamynd

Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti

Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða.

Erlent