Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Hrund Þórsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 20:00 Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Samkvæmt skoðanakönnunum vill þjóðin klára aðildarviðræðurnar og fyrir kosningarnar síðasta vor lofuðu formennirnir þjóðaratkvæðagreiðslu um þær. Eins og fram hefur komið hafa þingflokkar stjórnarflokkanna samþykkt tillögu utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. Ef til þess kemur, verður Ísland fyrsta landið til að gera það. Þú talaðir um það í fréttum í gær að þetta myndi ekki þýða slit á viðræðum, en er það ekki útúrsnúningur? Þetta myndi þýða slit á aðildarviðræðum, ekki satt? „Ég vil einfaldlega ekki nota orðið slit, því við erum að draga til baka umsókn,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. „Þú getur kallað þetta útúrsnúning ef þú vilt, já já.“ Stóð aldrei til að standa við kosningaloforð um að þetta færi í þjóðaratkvæði? „Ég kannast ekki við að hafa gefið það kosningaloforð að þetta færi í þjóðaratkvæði,“ segir Gunnar. Í sameiginlegri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna síðastliðið vor er ekki talað um slit á viðræðum við ESB, heldur hlé á þeim og segir orðrétt: „Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Stefnuyfirlýsing Sjálfstæðisflokksins er einnig afdráttarlaus og þar segir: „Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðargreiðslu á kjörtímabilinu.“ Við undirritun stjórnarsáttmála á Laugarvatni í vor svaraði forsætisráðherra spurningu fréttamanns, um hvort treysta mætti því að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu, játandi. Við hæfi er einnig að rifja upp ummæli formanna stjórnarflokkanna í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 frá síðastliðnu vori: „Við höfum opnað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ég er opinn fyrir því að nýta þjóðaratkvæðagreiðslu til að nýta þjóðarviljann í þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, talaði á svipuðum nótum: „Ef menn vilja halda áfram og segja að þeir ætli að treysta þjóðinni, hljóta þeir líka að treysta henni til að taka ákvörðun um hvort verði haldið áfram eða ekki.“ Og þá er það stóra spurningin, treysta formenn stjórnarflokkanna þjóðinni ekki lengur til að taka þessa ákvörðun, eða hentar þeim einfaldlega ekki að standa við kosningaloforðin? Bjarni og Sigmundur neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag og eitt af því sem margir velta fyrir sér núna er, hvaða áhrif þetta mál muni hafa á framtíð Sjálfstæðisflokksins. Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Samkvæmt skoðanakönnunum vill þjóðin klára aðildarviðræðurnar og fyrir kosningarnar síðasta vor lofuðu formennirnir þjóðaratkvæðagreiðslu um þær. Eins og fram hefur komið hafa þingflokkar stjórnarflokkanna samþykkt tillögu utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. Ef til þess kemur, verður Ísland fyrsta landið til að gera það. Þú talaðir um það í fréttum í gær að þetta myndi ekki þýða slit á viðræðum, en er það ekki útúrsnúningur? Þetta myndi þýða slit á aðildarviðræðum, ekki satt? „Ég vil einfaldlega ekki nota orðið slit, því við erum að draga til baka umsókn,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. „Þú getur kallað þetta útúrsnúning ef þú vilt, já já.“ Stóð aldrei til að standa við kosningaloforð um að þetta færi í þjóðaratkvæði? „Ég kannast ekki við að hafa gefið það kosningaloforð að þetta færi í þjóðaratkvæði,“ segir Gunnar. Í sameiginlegri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna síðastliðið vor er ekki talað um slit á viðræðum við ESB, heldur hlé á þeim og segir orðrétt: „Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Stefnuyfirlýsing Sjálfstæðisflokksins er einnig afdráttarlaus og þar segir: „Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðargreiðslu á kjörtímabilinu.“ Við undirritun stjórnarsáttmála á Laugarvatni í vor svaraði forsætisráðherra spurningu fréttamanns, um hvort treysta mætti því að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu, játandi. Við hæfi er einnig að rifja upp ummæli formanna stjórnarflokkanna í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 frá síðastliðnu vori: „Við höfum opnað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ég er opinn fyrir því að nýta þjóðaratkvæðagreiðslu til að nýta þjóðarviljann í þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, talaði á svipuðum nótum: „Ef menn vilja halda áfram og segja að þeir ætli að treysta þjóðinni, hljóta þeir líka að treysta henni til að taka ákvörðun um hvort verði haldið áfram eða ekki.“ Og þá er það stóra spurningin, treysta formenn stjórnarflokkanna þjóðinni ekki lengur til að taka þessa ákvörðun, eða hentar þeim einfaldlega ekki að standa við kosningaloforðin? Bjarni og Sigmundur neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag og eitt af því sem margir velta fyrir sér núna er, hvaða áhrif þetta mál muni hafa á framtíð Sjálfstæðisflokksins.
Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00
Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03
Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00
Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04
Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01