EM í hættu hjá Helga Má | Sin slitnaði í fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2015 20:32 Helgi Már Magnússon fagnar hér sætinu á EM síðasta haust. Vísir/Anton Íslenska körfuboltalandsliðið er mögulega að missa annan leikmann á stuttum tíma því KR-ingurinn Helgi Már Magnússon var fyrir því að slíta sin í fæti á æfingu í vikunni. Karfan.is segir frá þessu í kvöld og þar kemur fram að það óvissa um að Helgi Már geti spilað með landsliðinu á EM í september. Kristófer Acox hafði áður ákveðið að draga sig út úr landsliðskonum en það er nokkuð ljóst að íslenska landsliðið má ekki við frekar skakkaföllum nú þegar undirbúningurinn fyrir Evrópumótið er að hefjast fyrir alvöru. Helgi Már Magnússon meiddist á æfingu með landsliðinu á mánudaginn. „Þetta var bara einföld hreyfing og engin læti en þá heyri ég smell," sagði Helgi í viðtali við Karfan.is. Ómskoðun leiddi í ljós að sin í fætinum sem kallast peroneus longus hafi slitnað og það er því óvíst með framhaldið hjá Helga. „Þessi meiðsl eru afar sjaldgæf og vita þeir sjúkraþjálfarar sem Helgi hefur sett sig í samband við ekki til þess að þetta hafi gerst áður sem íþróttameiðsl og hvað þá að einhver hafi meðhöndlað þau áður sem slík. Þessi sin hefur það hlutverk að hafa ökklann stöðugan en allar líkur eru á að þessi meiðsl hafi verið að ágerast hjá Helga undanfarið ár eða svo og látið endanlega undan á mánudaginn," segir í fréttinni á karfan.is. Karfan.is hefur það ennfremur eftir Helga að það sé þrennt í stöðunni núna: að halda áfram að æfa og sjá hvernig fóturinn bregst við ákveðnum hreyfingum og álagi undir eftirliti sjúkraþjálfara, sérhæfð sjúkraþjálfun til þess að styrkja vöðvana í kring um sinina eða að lokum fara í aðgerð og sauma sinina við aðra sin sem kallast brevis því ekki er hægt að sauma hana saman aftur. „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Búinn að spila um 15 ár í meistaraflokki og aldrei verið frá að neinu ráði vegna meiðsla. Held ég hafi verið frá í samtals 10 leiki í heildina," sagði Helgi í viðtalinu á karfan.is en það má finna í heild sinni með því að smella hér. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er mögulega að missa annan leikmann á stuttum tíma því KR-ingurinn Helgi Már Magnússon var fyrir því að slíta sin í fæti á æfingu í vikunni. Karfan.is segir frá þessu í kvöld og þar kemur fram að það óvissa um að Helgi Már geti spilað með landsliðinu á EM í september. Kristófer Acox hafði áður ákveðið að draga sig út úr landsliðskonum en það er nokkuð ljóst að íslenska landsliðið má ekki við frekar skakkaföllum nú þegar undirbúningurinn fyrir Evrópumótið er að hefjast fyrir alvöru. Helgi Már Magnússon meiddist á æfingu með landsliðinu á mánudaginn. „Þetta var bara einföld hreyfing og engin læti en þá heyri ég smell," sagði Helgi í viðtali við Karfan.is. Ómskoðun leiddi í ljós að sin í fætinum sem kallast peroneus longus hafi slitnað og það er því óvíst með framhaldið hjá Helga. „Þessi meiðsl eru afar sjaldgæf og vita þeir sjúkraþjálfarar sem Helgi hefur sett sig í samband við ekki til þess að þetta hafi gerst áður sem íþróttameiðsl og hvað þá að einhver hafi meðhöndlað þau áður sem slík. Þessi sin hefur það hlutverk að hafa ökklann stöðugan en allar líkur eru á að þessi meiðsl hafi verið að ágerast hjá Helga undanfarið ár eða svo og látið endanlega undan á mánudaginn," segir í fréttinni á karfan.is. Karfan.is hefur það ennfremur eftir Helga að það sé þrennt í stöðunni núna: að halda áfram að æfa og sjá hvernig fóturinn bregst við ákveðnum hreyfingum og álagi undir eftirliti sjúkraþjálfara, sérhæfð sjúkraþjálfun til þess að styrkja vöðvana í kring um sinina eða að lokum fara í aðgerð og sauma sinina við aðra sin sem kallast brevis því ekki er hægt að sauma hana saman aftur. „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Búinn að spila um 15 ár í meistaraflokki og aldrei verið frá að neinu ráði vegna meiðsla. Held ég hafi verið frá í samtals 10 leiki í heildina," sagði Helgi í viðtalinu á karfan.is en það má finna í heild sinni með því að smella hér.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira