Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 18:34 Stuðningsmenn Íslands í stúkunni í Frakklandi. vísir/vilhelm Ekkert verður af flugi sem Grétar Sigfinnur Sigurðsson hafði skipulagt til Parísar vegna landsleiks Íslands og Frakklands á morgun. Ástæðan er sú að ekki fékkst lendingarleyfi fyrir fluginu frá flugmálastjórn í París. Hátt í 100 manns ætluðu að fara með vélinni. „Þetta er auðvitað bara hrikalega erfitt. Ég fékk það staðfest í gærkvöldi frá flugmálastjórninni að það hefði ekki náðst að gefa út lendingarleyfi og þeir myndu bara skoða þetta á mánudaginn. Þá var þetta bara fallið um sjálft sig,“ segir Grétar Sigfinnur í samtali við Vísi. Hann segist hafa talað við alla persónulega sem voru að fara með vélinni á vegum hans en einhverjir höfðu líka bókað farið í gegnum Transatlantic. „Ég hef verið að bjóða lausnir í samstarfi við WOW air svo það náðist nú að útvega nokkuð mörgum flug út en auðvitað eru margir sem ætluðu að nýta sér þessa góðu hugmynd að fara út og þurfa ekki að gista. En eins og ég segi, þá er þetta bara mjög leiðinlegt og maður er alveg miður sín yfir þessu,“ segir Grétar. Hann segist að sjálfsögðu munu endurgreiða öllum þeim sem ætluðu á hans vegum með vélinni. „Já, ekki spurning, það fá allir miðann sinn endurgreiddan.“ Aðspurður hvernig fólkið sem keypt hafði sér far með vélinni hafi brugðist við þegar hann hringdi í þá í morgun segir hann að allir hafi brugðist afskaplega vel við miðað við hvað málið allt sé leiðinlegt. Grétar Sigfinnur skipulagði einnig flug til Frakklands fyrir leikinn gegn Englandi í Nice á mánudag en ekkert af þeirri ferð heldur þar sem þeir sem bókuðu flug með vélinni borguðu ekki í tæka tíð. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Flogið út á leikdag og heim aftur eftir leik. 23. júní 2016 12:45 Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. 23. júní 2016 18:45 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
Ekkert verður af flugi sem Grétar Sigfinnur Sigurðsson hafði skipulagt til Parísar vegna landsleiks Íslands og Frakklands á morgun. Ástæðan er sú að ekki fékkst lendingarleyfi fyrir fluginu frá flugmálastjórn í París. Hátt í 100 manns ætluðu að fara með vélinni. „Þetta er auðvitað bara hrikalega erfitt. Ég fékk það staðfest í gærkvöldi frá flugmálastjórninni að það hefði ekki náðst að gefa út lendingarleyfi og þeir myndu bara skoða þetta á mánudaginn. Þá var þetta bara fallið um sjálft sig,“ segir Grétar Sigfinnur í samtali við Vísi. Hann segist hafa talað við alla persónulega sem voru að fara með vélinni á vegum hans en einhverjir höfðu líka bókað farið í gegnum Transatlantic. „Ég hef verið að bjóða lausnir í samstarfi við WOW air svo það náðist nú að útvega nokkuð mörgum flug út en auðvitað eru margir sem ætluðu að nýta sér þessa góðu hugmynd að fara út og þurfa ekki að gista. En eins og ég segi, þá er þetta bara mjög leiðinlegt og maður er alveg miður sín yfir þessu,“ segir Grétar. Hann segist að sjálfsögðu munu endurgreiða öllum þeim sem ætluðu á hans vegum með vélinni. „Já, ekki spurning, það fá allir miðann sinn endurgreiddan.“ Aðspurður hvernig fólkið sem keypt hafði sér far með vélinni hafi brugðist við þegar hann hringdi í þá í morgun segir hann að allir hafi brugðist afskaplega vel við miðað við hvað málið allt sé leiðinlegt. Grétar Sigfinnur skipulagði einnig flug til Frakklands fyrir leikinn gegn Englandi í Nice á mánudag en ekkert af þeirri ferð heldur þar sem þeir sem bókuðu flug með vélinni borguðu ekki í tæka tíð.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Flogið út á leikdag og heim aftur eftir leik. 23. júní 2016 12:45 Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. 23. júní 2016 18:45 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Flogið út á leikdag og heim aftur eftir leik. 23. júní 2016 12:45
Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. 23. júní 2016 18:45