Skilyrði verða sett 1. júlí 2004 00:01 Ákveðið hefur verið innan ríkisstjórnarinnar að setja skilyrði í lög um þjóðaratkvæðagreiðslu um að ákveðið hlutfalla atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lög úr gildi. Drög af frumvarpi verða rædd á ríkisstjórnarfundi í dag. Halldór Ásgrímsson staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann sagði að skilyrðin yrðu "hófleg" en ekki hafi enn verið ákveðið innan ríkisstjórnarinnar hver þau verði en starfshópur ríkisstjórnarinnar hefur lagt til 25-44%. Skiptar skoðanir eru innan þingflokks Framsóknarflokksins um hvort setja eigi skilyrði eða ekki. Að sögn Halldórs hefur hann rætt við alla þingmenn flokksins um málið eftir að hann kom heim frá NATO-fundinum í Istanbul. Að sögn þeirra þingmanna sem Fréttablaðið ræddi við í gærkvöldi er ljóst að þingflokkurinn mun fallast á kröfur Sjálfstæðisflokksins um að setja eigi skilyrði. Þeir þingmenn Framsóknarflokksins sem sögðust í grundvallaratriðum mótfallnir því að sett yrðu skilyrði sögðust munu samþykkja að þau yrðu sett, svo fremi sem þau verði hófleg, hægt sé að færa rök fyrir þeim og þau brjóti ekki í bága við stjórnarskrá. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Framsóknarflokkurinn ganga að samningsborði við Sjálfstæðisflokkinn með það að markmiði að skilyrðin séu sem næst neðri mörkunum, og fari ekki yfir þriðjung. Einn framsóknarþingmaður sagði að málið væri nú í höndum formannanna og yrðu þeir að ná lendingu um málið sín á milli. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir helberri andstöðu við að setja í lög skilyrði af nokkru tagi og munu leggja fram sameiginlegt frumvarp um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu á Alþingi þegar það kemur saman á mánudaginn. "Ég trúi ekki að Framsóknarflokkurinn láti Davíð Oddsson svínbeygja sig einn ganginn enn," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. "Ég hef enn ekki hitt þann framsóknarmann utan þingflokksins sem styður sérstakar reglur af þessu tagi. Við í stjórnarandstöðunni höfum leitað álits vandaðra sérfræðinga sem hafa engin pólitísk tengsl við okkur og niðurstaða þeirra var afdráttarlaus. Reglur af þessu tagi fara í bág við stjórnarskrána," segir Össur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira
Ákveðið hefur verið innan ríkisstjórnarinnar að setja skilyrði í lög um þjóðaratkvæðagreiðslu um að ákveðið hlutfalla atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lög úr gildi. Drög af frumvarpi verða rædd á ríkisstjórnarfundi í dag. Halldór Ásgrímsson staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann sagði að skilyrðin yrðu "hófleg" en ekki hafi enn verið ákveðið innan ríkisstjórnarinnar hver þau verði en starfshópur ríkisstjórnarinnar hefur lagt til 25-44%. Skiptar skoðanir eru innan þingflokks Framsóknarflokksins um hvort setja eigi skilyrði eða ekki. Að sögn Halldórs hefur hann rætt við alla þingmenn flokksins um málið eftir að hann kom heim frá NATO-fundinum í Istanbul. Að sögn þeirra þingmanna sem Fréttablaðið ræddi við í gærkvöldi er ljóst að þingflokkurinn mun fallast á kröfur Sjálfstæðisflokksins um að setja eigi skilyrði. Þeir þingmenn Framsóknarflokksins sem sögðust í grundvallaratriðum mótfallnir því að sett yrðu skilyrði sögðust munu samþykkja að þau yrðu sett, svo fremi sem þau verði hófleg, hægt sé að færa rök fyrir þeim og þau brjóti ekki í bága við stjórnarskrá. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Framsóknarflokkurinn ganga að samningsborði við Sjálfstæðisflokkinn með það að markmiði að skilyrðin séu sem næst neðri mörkunum, og fari ekki yfir þriðjung. Einn framsóknarþingmaður sagði að málið væri nú í höndum formannanna og yrðu þeir að ná lendingu um málið sín á milli. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir helberri andstöðu við að setja í lög skilyrði af nokkru tagi og munu leggja fram sameiginlegt frumvarp um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu á Alþingi þegar það kemur saman á mánudaginn. "Ég trúi ekki að Framsóknarflokkurinn láti Davíð Oddsson svínbeygja sig einn ganginn enn," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. "Ég hef enn ekki hitt þann framsóknarmann utan þingflokksins sem styður sérstakar reglur af þessu tagi. Við í stjórnarandstöðunni höfum leitað álits vandaðra sérfræðinga sem hafa engin pólitísk tengsl við okkur og niðurstaða þeirra var afdráttarlaus. Reglur af þessu tagi fara í bág við stjórnarskrána," segir Össur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira