Tekjuskattur lækkar um 1 % 26. ágúst 2004 00:01 Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar. Þingflokkar ríkisstjórnarinnar funduðu í byrjun vikunnar um gerð fjárlaga næsta árs. Helsta verkefnið er að móta það hvernig staðið verður við fyrirheit um skattalækkanir. Síðastliðið vor hótaði Gunnar Birgisson því að fara ekki heim úr þinghúsinu fyrr en skattalækkunartillögur lægju fyrir. Þær hafa ekki enn sést. Hann segir þó að það hefði verið svo mikill ófriður í þinghúsinu í sumar að hann hefði varla getað haldið þar kyrru fyrir. Hann segist hins vegar hafa verið fullvissaður um það í vor að staðið yrði við loforðin. Hann segir að nú liggi fyrir að tekjuskattur verði lækkaður um eitt prósentusti í fjármálatillögum næsta árs. Það sé fyrsti ferillinn í lækkun tekjuskatts einstaklinga. Þá sé tvennt eftir, það að endurskoða virðisaukaskattskerfið og lækka eða þurrka út eignaskatta á einstaklinga. Um þessi atriði er hins vegar óvissa, hvort, hvernig og hvenær verði ráðist í lækkun eignarskatts og virðisaukaskatts og einnig hvernig framhaldið verður í lækkun tekjuskattsprósentunnar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir blæbrigðamun á stjórnarflokkunum. Enginn ágreiningur sé í gangi. Þetta sé vinna sem taki sinn tíma en muni klárast fyrir 1. október. Þingmenn innan Sjálfstæðisflokksins leggja höfuðáherslu á það að tillögur um skattalækkanir út kjörtímabilið verði sýndar samhliða fjárlagafrumvarpinu í haust. Gunnar segir að menn verði að setja þetta niður fyrir sig núna til að vera með planið út kjörtímabilið. Ekki þýði að gera þetta á síðasta árinu. Gunnar telur að það eigi ekki að vera neitt vandamál fyrir flokkanna að ná saman um málið. Þetta hafi verið í stjórnarsáttmálanum, menn hafi ekki verið í vandræðum með að lofa skattalækkunum fyrir kosningar og ættu ekki að vera það núna. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar. Þingflokkar ríkisstjórnarinnar funduðu í byrjun vikunnar um gerð fjárlaga næsta árs. Helsta verkefnið er að móta það hvernig staðið verður við fyrirheit um skattalækkanir. Síðastliðið vor hótaði Gunnar Birgisson því að fara ekki heim úr þinghúsinu fyrr en skattalækkunartillögur lægju fyrir. Þær hafa ekki enn sést. Hann segir þó að það hefði verið svo mikill ófriður í þinghúsinu í sumar að hann hefði varla getað haldið þar kyrru fyrir. Hann segist hins vegar hafa verið fullvissaður um það í vor að staðið yrði við loforðin. Hann segir að nú liggi fyrir að tekjuskattur verði lækkaður um eitt prósentusti í fjármálatillögum næsta árs. Það sé fyrsti ferillinn í lækkun tekjuskatts einstaklinga. Þá sé tvennt eftir, það að endurskoða virðisaukaskattskerfið og lækka eða þurrka út eignaskatta á einstaklinga. Um þessi atriði er hins vegar óvissa, hvort, hvernig og hvenær verði ráðist í lækkun eignarskatts og virðisaukaskatts og einnig hvernig framhaldið verður í lækkun tekjuskattsprósentunnar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir blæbrigðamun á stjórnarflokkunum. Enginn ágreiningur sé í gangi. Þetta sé vinna sem taki sinn tíma en muni klárast fyrir 1. október. Þingmenn innan Sjálfstæðisflokksins leggja höfuðáherslu á það að tillögur um skattalækkanir út kjörtímabilið verði sýndar samhliða fjárlagafrumvarpinu í haust. Gunnar segir að menn verði að setja þetta niður fyrir sig núna til að vera með planið út kjörtímabilið. Ekki þýði að gera þetta á síðasta árinu. Gunnar telur að það eigi ekki að vera neitt vandamál fyrir flokkanna að ná saman um málið. Þetta hafi verið í stjórnarsáttmálanum, menn hafi ekki verið í vandræðum með að lofa skattalækkunum fyrir kosningar og ættu ekki að vera það núna.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira