Ný goshrina hafin 2. nóvember 2004 00:01 Næstu 60 til 80 árin má búast við tíðum eldgosum í Vatnajökli að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings. Ekki er búist við miklu hlaupi í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Mannvirki ekki talin í hættu. "Nú er að að öllum líkindum að hafin ný goshrina í Vatnajökli," segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur. "Hún hófst með Gjálpargosinu árið 1996. Síðan kom gosið í Grímsvötnum árið 1998 og þetta gos passar alveg inn í mynstrið." Magnús Tumi segir að goshrinur í Vatnajökli séu lotubundin. Loturnar standi yfir í 60-80 ár þar sem gos verða á 5-10 ára fresti en þess á milli líði lengra á milli gosa. Hann segir greinilegt að nýtt gosvirknitímabil sé hafið. Eldgosið núna er heldur stærra en gosið sem varð í Grímsvötnum árið 1998, en miklu minna en gosið sem varð í Gjálp árið 1996. Magnús Tumi segir að gosið í Gjálp hafi verið allt öðruvís en gosið núna. "Það var allt undir jökli. Þetta gos er ekki nema að litlu leyti undir jökli það fer í gegnum jökulinn en gýs að mestu leyti upp í andrúmsloftið." Viðvarandi og vaxandi skjálftavirkni undir Grímsvötnum síðustu tvær vikur olli því að eldgosið, sem hófst klukkan 21.50 í fyrrakvöld, kom jarðfræðingum ekki á óvart. Magnús Tumi segir að það sem sé einna merkilegast við gosið sé að þegar hlaupið hafi farið af stað fyrir fáeinum dögum hafi vatnsþrýstingurinn minnkað í Grímsvötnum. Það hafi ollið því að kvikan hafi átt auðveldara með að brjótast upp. Hann segir þetta í takt við tilgátu sem Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur setti fram um Grímsvatnagos fyrir fimmtíu árum. Gífurlegt hlaup varð árið 1996 þegar gos varð í Gjálp, skammt norðan við Grímsvötn. Þá skolaði brúnni yfir Gígjukvísl á haf út, Skeiðarárbrúin laskaðist talsvert en brúin yfir Núpsvötn stóðst áhlaupið. Ekki er búist við nærri jafn miklu hlaupi í kjölfar gossins nú. Magnús Tumi segist ekki hafa trú á að brýr á Skeiðarársandi séu í einhverri hættu nú. Til þess þurfi eitthvað óvænt að gerast. Gosmökkurinn við Grímsvötn teygir sig nú allt að fjórtán kílómetra upp í himininn. Hann var það mikill í gær stórt svæði norð-austur af gosstöðvunum var lokað fyrir flugumferð. Til dæmis var ekki flogið til Akureyrar eða Egilsstaða um tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er búist við suðlægri átt í dag þannig að gosmökkurinn heldur áfram að berast í norð-austur. Gosvefur VeðurstofunnarMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYNDYHeiður ÓskMYND/HjaltiMYND/Hjalti Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Næstu 60 til 80 árin má búast við tíðum eldgosum í Vatnajökli að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings. Ekki er búist við miklu hlaupi í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Mannvirki ekki talin í hættu. "Nú er að að öllum líkindum að hafin ný goshrina í Vatnajökli," segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur. "Hún hófst með Gjálpargosinu árið 1996. Síðan kom gosið í Grímsvötnum árið 1998 og þetta gos passar alveg inn í mynstrið." Magnús Tumi segir að goshrinur í Vatnajökli séu lotubundin. Loturnar standi yfir í 60-80 ár þar sem gos verða á 5-10 ára fresti en þess á milli líði lengra á milli gosa. Hann segir greinilegt að nýtt gosvirknitímabil sé hafið. Eldgosið núna er heldur stærra en gosið sem varð í Grímsvötnum árið 1998, en miklu minna en gosið sem varð í Gjálp árið 1996. Magnús Tumi segir að gosið í Gjálp hafi verið allt öðruvís en gosið núna. "Það var allt undir jökli. Þetta gos er ekki nema að litlu leyti undir jökli það fer í gegnum jökulinn en gýs að mestu leyti upp í andrúmsloftið." Viðvarandi og vaxandi skjálftavirkni undir Grímsvötnum síðustu tvær vikur olli því að eldgosið, sem hófst klukkan 21.50 í fyrrakvöld, kom jarðfræðingum ekki á óvart. Magnús Tumi segir að það sem sé einna merkilegast við gosið sé að þegar hlaupið hafi farið af stað fyrir fáeinum dögum hafi vatnsþrýstingurinn minnkað í Grímsvötnum. Það hafi ollið því að kvikan hafi átt auðveldara með að brjótast upp. Hann segir þetta í takt við tilgátu sem Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur setti fram um Grímsvatnagos fyrir fimmtíu árum. Gífurlegt hlaup varð árið 1996 þegar gos varð í Gjálp, skammt norðan við Grímsvötn. Þá skolaði brúnni yfir Gígjukvísl á haf út, Skeiðarárbrúin laskaðist talsvert en brúin yfir Núpsvötn stóðst áhlaupið. Ekki er búist við nærri jafn miklu hlaupi í kjölfar gossins nú. Magnús Tumi segist ekki hafa trú á að brýr á Skeiðarársandi séu í einhverri hættu nú. Til þess þurfi eitthvað óvænt að gerast. Gosmökkurinn við Grímsvötn teygir sig nú allt að fjórtán kílómetra upp í himininn. Hann var það mikill í gær stórt svæði norð-austur af gosstöðvunum var lokað fyrir flugumferð. Til dæmis var ekki flogið til Akureyrar eða Egilsstaða um tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er búist við suðlægri átt í dag þannig að gosmökkurinn heldur áfram að berast í norð-austur. Gosvefur VeðurstofunnarMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYNDYHeiður ÓskMYND/HjaltiMYND/Hjalti
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira