Sæmundur reiðubúinn til brottfarar 18. desember 2004 00:01 Olíufélagið Skeljungur hefur ákveðið að standa straum af ferðalagi Sæmundar Pálssonar til að fylgja Bobby Fischer hingað til lands. Sæmundur er klár í slaginn og bíður þess eins að Fishcer verði látinn laus. Hann segist vona að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni. Enn hafa engin svör fengist frá japönskum yfirvöldum um það hvað farið verður fram á til að þau láti Fisher lausan. Jafnvel er talið að staðfesting Útlendingastofu á að Fisher fái hér dvalarleyfi sé ekki nægileg og það þurfi að útvega honum svokallað útlendingavegabréf, sem ætlunin var að hann fengi afhent við komuni hingað til lands. Sæmundur á von á því að fá svör eftir helgi og er þess viðbúinn að halda út, hvort heldur sem það verður eftir fáeina daga eða vikur. Hann segir þetta fyrst og fremst gert til að ná Fischer úr fangelsinu í Japan og því sé hann alveg frjáls maður eftir hugsanlega komu hingað til lands. Sæmundur vonar að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni, en segir hann alltaf eiga eftir að láta heyra í sér, hvar sem hann er staddur. Sæmundur segir að stundum heyri hann ekki lengi í Fischer, jafnvel ekki í nokkur ár. Það sé eins og hjá börnum manns - það þýði að allt gott sé að frétta. Þau hafi hins vegar samband þegar eitthvað bjáti á. Og undanfarið hefur Fisher hringt tvisvar til þrisvar sinnum á sólarhring í Sæmund úr tíkallasíma þar sem hann er hafður í haldi, til dæmis áttu þeir 45 mínútna langt samtal í morgun þar sem Fisher sagðist vilja koma hingað strax. Þrátt fyrir að þeir vinirnir hafa ekki hist augliti til auglitis frá árinu 1972 er ljóst að vináttan ristir djúpt, enda segist Sæmundur tilbúinn að skjóta skjólshúsi yfir Fisher þegar hann kemur auk þess að fylgja honum á leiðarenda. Hann er nú þegar í startholunum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Olíufélagið Skeljungur hefur ákveðið að standa straum af ferðalagi Sæmundar Pálssonar til að fylgja Bobby Fischer hingað til lands. Sæmundur er klár í slaginn og bíður þess eins að Fishcer verði látinn laus. Hann segist vona að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni. Enn hafa engin svör fengist frá japönskum yfirvöldum um það hvað farið verður fram á til að þau láti Fisher lausan. Jafnvel er talið að staðfesting Útlendingastofu á að Fisher fái hér dvalarleyfi sé ekki nægileg og það þurfi að útvega honum svokallað útlendingavegabréf, sem ætlunin var að hann fengi afhent við komuni hingað til lands. Sæmundur á von á því að fá svör eftir helgi og er þess viðbúinn að halda út, hvort heldur sem það verður eftir fáeina daga eða vikur. Hann segir þetta fyrst og fremst gert til að ná Fischer úr fangelsinu í Japan og því sé hann alveg frjáls maður eftir hugsanlega komu hingað til lands. Sæmundur vonar að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni, en segir hann alltaf eiga eftir að láta heyra í sér, hvar sem hann er staddur. Sæmundur segir að stundum heyri hann ekki lengi í Fischer, jafnvel ekki í nokkur ár. Það sé eins og hjá börnum manns - það þýði að allt gott sé að frétta. Þau hafi hins vegar samband þegar eitthvað bjáti á. Og undanfarið hefur Fisher hringt tvisvar til þrisvar sinnum á sólarhring í Sæmund úr tíkallasíma þar sem hann er hafður í haldi, til dæmis áttu þeir 45 mínútna langt samtal í morgun þar sem Fisher sagðist vilja koma hingað strax. Þrátt fyrir að þeir vinirnir hafa ekki hist augliti til auglitis frá árinu 1972 er ljóst að vináttan ristir djúpt, enda segist Sæmundur tilbúinn að skjóta skjólshúsi yfir Fisher þegar hann kemur auk þess að fylgja honum á leiðarenda. Hann er nú þegar í startholunum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira