Bush maður ársins í annað sinn 19. desember 2004 00:01 Bandaríska tímaritið Time hefur útnefnt George W. Bush Bandaríkjaforseta mann ársins og segir hann hafa mótað stjórnmálin upp á nýtt með endurkjöri sínu fyrr á árinu. Í tímaritinu er ítarlegt viðtal við Bush sem og við föður hans og Karl Rove, hinn umdeilda ráðgjafa forsetans. Bush segir að forsetakosningarnar hafi snúist um hvernig áhrifum Bandaríkjanna skyldi beitt og þakkar utanríkisstefnu sinni og innrásunum í Afganistan og Írak sigur sinn. James Kelly, ritstjóri tímaritsins, segir Bush hafa breyst gífurlega frá því hann var kjörinn forseti árið 2000 og hann sé mun einbeittari en hann var fyrir fjórum árum. Nafnbótina hlýtur sá sem mest áhrif hefur haft á árinu, góð eða slæm. Bush er sjötti forseti Bandaríkjanna sem hefur unnið til nafnbótarinnar maður ársins frá Time í tvígang. Hinir eru Harry Truman, Dwight Eisenhower, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon, Ronald Reagan og Bill Clinton en á toppnum trónir Franklin D. Roosevelt sem var útnefndur maður ársins þrisvar sinnum. Kelly segir að aðrir mögulegir kandídatar til nafnbótarinnar hafi meðal annarra verið Michael Moore og Mel Gibson, en kvikmyndir þeirra beggja tengdust menningu samtímans sterkum böndum, þó á ólíkan hátt. Kelly segir að Karl Rove hafi einnig komið til greina, en hefði hann verið valin einn hefði honum verið eignað margt sem Bush ber sjálfur ábyrgð á. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem einstaklingur hlýtur nafnbótina maður ársins frá Time en 2001 var Rudolph Giuliani, þáverandi borgarstjóri New York, valinn fyrir viðbrögð hans við hryðjuverkunum 11. september. Ári seinna urðu einstaklingar sem komu upp um mistök innan FBI og fjármálahneyksli innan stórfyrirtækjanna Enron og Worldcom fyrir valinu og í fyrra hlaut bandaríski hermaðurinn titilinn. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Bandaríska tímaritið Time hefur útnefnt George W. Bush Bandaríkjaforseta mann ársins og segir hann hafa mótað stjórnmálin upp á nýtt með endurkjöri sínu fyrr á árinu. Í tímaritinu er ítarlegt viðtal við Bush sem og við föður hans og Karl Rove, hinn umdeilda ráðgjafa forsetans. Bush segir að forsetakosningarnar hafi snúist um hvernig áhrifum Bandaríkjanna skyldi beitt og þakkar utanríkisstefnu sinni og innrásunum í Afganistan og Írak sigur sinn. James Kelly, ritstjóri tímaritsins, segir Bush hafa breyst gífurlega frá því hann var kjörinn forseti árið 2000 og hann sé mun einbeittari en hann var fyrir fjórum árum. Nafnbótina hlýtur sá sem mest áhrif hefur haft á árinu, góð eða slæm. Bush er sjötti forseti Bandaríkjanna sem hefur unnið til nafnbótarinnar maður ársins frá Time í tvígang. Hinir eru Harry Truman, Dwight Eisenhower, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon, Ronald Reagan og Bill Clinton en á toppnum trónir Franklin D. Roosevelt sem var útnefndur maður ársins þrisvar sinnum. Kelly segir að aðrir mögulegir kandídatar til nafnbótarinnar hafi meðal annarra verið Michael Moore og Mel Gibson, en kvikmyndir þeirra beggja tengdust menningu samtímans sterkum böndum, þó á ólíkan hátt. Kelly segir að Karl Rove hafi einnig komið til greina, en hefði hann verið valin einn hefði honum verið eignað margt sem Bush ber sjálfur ábyrgð á. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem einstaklingur hlýtur nafnbótina maður ársins frá Time en 2001 var Rudolph Giuliani, þáverandi borgarstjóri New York, valinn fyrir viðbrögð hans við hryðjuverkunum 11. september. Ári seinna urðu einstaklingar sem komu upp um mistök innan FBI og fjármálahneyksli innan stórfyrirtækjanna Enron og Worldcom fyrir valinu og í fyrra hlaut bandaríski hermaðurinn titilinn.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira