Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2025 11:10 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kom Evrópu til varnar gegn orrahríð bandarískra ráðamanna. Vísir/EPA Bandaríkjaforseti ætti ekki að skipta sér af lýðræði í Evrópu, að mati forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evrópuríki hafa sætt harðri gagnrýni frá fulltrúum Bandaríkjastjórnar að undanförnu. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti Evrópu sem „hnignandi“ hópi ríkja undir forystu „veikburða“ fólks í viðtali við blaðið Politico í vikunni. Þau ummæli komu fast á hæla nýrrar þjóðaröryggisáætlunar Bandaríkjastjórnar frá því í síðustu viku þar sem Evrópuríki voru sökuð um ritskoðun og kúgun á þegnum sínum. Endurómaði áætlunin málflutning hvítra þjóðernissinna um að álfan stæði frammi fyrir „siðmenningarlegri eyðingu“ vegna fjölgunar innflytjenda á næstu tveimur áratugum. Bandaríkin ættu að leggja áherslu á að hlúa að andspyrnu gegn núverandi stefnu í Evrópuríkjum. Sá málflutningur hefur mælst vel fyrir í Rússlandi og á meðal evrópskra leiðtoga af fjarhægrivængnum. Kjósenda að velja sér leiðtoga Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, brást við skammadembu Trump á viðburði í Brussel í gær. Það væri hlutverk kjósenda að velja sér leiðtoga og að standa yrði vörð um það. „Engin annar á að skipta sér af því, án nokkurs vafa,“ sagði von der Leyen þegar hún var spurð út í bandarísku þjóðaröryggisáætlunina. Nefndi forsetinn í þessu samhengi áætlun sambandsins sem nefnist Lýðræðisskjöldurinn. Henni er ætlað að taka á áhrifaherferðum erlendra ríkja á netinu, þar á meðal í tengslum við kosningar. Sagði von der Leyen að samskipti Evrópu við Bandaríkin hefðu breyst vegna þess að Evrópa sé að breytast. Mikilvægt væri fyrir Evrópubúa að líta til styrkleika sinna og vera stoltir af þeim. „Sötndum fyrir sameinaða Evrópu. Þetta er verkefni okkar, að líta á okkur sjálf og vera stolt af okkur sjálfum,“ sagði von der Leyen og hlaut lófatak fyrir hjá viðstöddum, að sögn Politico. Taka sér stöðu með fjarhægrimönnum í Evrópu Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu gefið fjarhægriflokkum í Evrópu undir fótinn og gert sér far um að eiga í samskiptum við þá í heimsóknum til álfunnar. Þannig vakti það athygli að J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, fundaði sérstaklega með leiðtogum Valkosts fyrir Þýskaland þegar hann sótti öryggisráðstefnu í München í febrúar. Aðrir flokkar á þýska þinginu hafa sögulega neitað að vinna með jaðarhægriflokkum. Vance hélt reiðilestur yfir evrópskum ráðamönnum á ráðstefnunni, sakaði þá um að bæla niður tjáningarfrelsi og að aðhafast ekki gegn ólöglegum fólksflutningum. Gaf hann ítrekað í skyn að Bandaríkin og Evrópa ættu tæplega samleið lengur vegna þess. Þegar Trump sjálfur fór á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í júní hitti hann Geert Wilders, leiðtoga fjarhægrimanna í Hollandi. Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti Evrópu sem „hnignandi“ hópi ríkja undir forystu „veikburða“ fólks í viðtali við blaðið Politico í vikunni. Þau ummæli komu fast á hæla nýrrar þjóðaröryggisáætlunar Bandaríkjastjórnar frá því í síðustu viku þar sem Evrópuríki voru sökuð um ritskoðun og kúgun á þegnum sínum. Endurómaði áætlunin málflutning hvítra þjóðernissinna um að álfan stæði frammi fyrir „siðmenningarlegri eyðingu“ vegna fjölgunar innflytjenda á næstu tveimur áratugum. Bandaríkin ættu að leggja áherslu á að hlúa að andspyrnu gegn núverandi stefnu í Evrópuríkjum. Sá málflutningur hefur mælst vel fyrir í Rússlandi og á meðal evrópskra leiðtoga af fjarhægrivængnum. Kjósenda að velja sér leiðtoga Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, brást við skammadembu Trump á viðburði í Brussel í gær. Það væri hlutverk kjósenda að velja sér leiðtoga og að standa yrði vörð um það. „Engin annar á að skipta sér af því, án nokkurs vafa,“ sagði von der Leyen þegar hún var spurð út í bandarísku þjóðaröryggisáætlunina. Nefndi forsetinn í þessu samhengi áætlun sambandsins sem nefnist Lýðræðisskjöldurinn. Henni er ætlað að taka á áhrifaherferðum erlendra ríkja á netinu, þar á meðal í tengslum við kosningar. Sagði von der Leyen að samskipti Evrópu við Bandaríkin hefðu breyst vegna þess að Evrópa sé að breytast. Mikilvægt væri fyrir Evrópubúa að líta til styrkleika sinna og vera stoltir af þeim. „Sötndum fyrir sameinaða Evrópu. Þetta er verkefni okkar, að líta á okkur sjálf og vera stolt af okkur sjálfum,“ sagði von der Leyen og hlaut lófatak fyrir hjá viðstöddum, að sögn Politico. Taka sér stöðu með fjarhægrimönnum í Evrópu Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu gefið fjarhægriflokkum í Evrópu undir fótinn og gert sér far um að eiga í samskiptum við þá í heimsóknum til álfunnar. Þannig vakti það athygli að J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, fundaði sérstaklega með leiðtogum Valkosts fyrir Þýskaland þegar hann sótti öryggisráðstefnu í München í febrúar. Aðrir flokkar á þýska þinginu hafa sögulega neitað að vinna með jaðarhægriflokkum. Vance hélt reiðilestur yfir evrópskum ráðamönnum á ráðstefnunni, sakaði þá um að bæla niður tjáningarfrelsi og að aðhafast ekki gegn ólöglegum fólksflutningum. Gaf hann ítrekað í skyn að Bandaríkin og Evrópa ættu tæplega samleið lengur vegna þess. Þegar Trump sjálfur fór á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í júní hitti hann Geert Wilders, leiðtoga fjarhægrimanna í Hollandi.
Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira