Kem sterkur til baka 22. desember 2004 00:01 "Auðvitað eru það mikil vonbrigði að hafa ekki verið valinn. Ég hef mikinn metnað sem leikmaður og hluti af því er að spila á alþjóðlegum vettvangi með landsliðinu. En Viggó er virkilega fær þjálfari og velur það lið sem hann telur best hverju sinni. Ég verð bara að taka því," segir Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður hjá Grosswallstad í Þýskalandi. Sem kunnugt er ákvað Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari, að velja Snorra ekki í landsliðshópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Túnis í febrúar. Arnór Atlason, leikmaður Magdeborg, hlaut hnossið fram yfir Snorra í leikstjórnendastöðuna og vakti það töluverða undrun á meðal handboltaáhugamanna, sérstaklega í ljósi þess að Snorri hefur í þónokkurn tíma verið fastamaður í landsliðinu og spilar reglulega með félagsliði sínu á meðan Arnór er að stíga sín fyrstu spor í alþjóðlegum handknattleik og leikur nær eingöngu með B-liði Magdeburg í þýsku 3.deildinni. "Ég get ekki annað gert en reynt að líta málið jákvæðum augum. Ég hef tekið þátt í tveimur stórmótum á stuttum tíma og þetta þýðir að ég fá smá tíma til að anda og hugsa um eitthvað annað en handbolta. Ég tel mig eiga heima í liðinu en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Þetta þýðir bara að ég verði að leggja enn harðar á mig til að vinna sæti í liðinu á nýjan leik. Ég ætla mér að koma sterkur til baka," sagði Snorri í samtali við Fréttablaðið í gær. Þegar Viggó tilkynnti landsliðshópinn á þriðjudag sagði Viggó að hann teldi Snorra hafa verið í lægð í töluverðan tíma og oft leikið betur. Þá þurfti Snorri einnig að þola töluverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í nóvember þó að sumir hafi talið að tækifæri Snorra í leikjunum þar hafi verið af skornum skammti. "Ef ég ber saman tímabilið hjá mér í ár og það sem ég átti í fyrra get ég alveg að mörgu leyti tekið undir það. Ég hef ekki verið að spila eins vel í ár og á síðasta tímabili sem var að öllu leyti mjög gott. Ég hef átt svolítið misjafna leiki á meðan ég var stöðugri í fyrra," segir Snorri aðspurður um hvort hann telji gagnrýni Viggós hafa átt rétt á sér. Snorri segir ugglaust að íslenska liðið geti vel náð einu af efstu sex sætunum á HM, sem einmitt er það markmið sem Viggó hefur sett liðinu. "Þetta eru allt frábærir strákar og frábærir leikmenn. Liðið er vissulega ungt og reynslulítið en þetta er lið sem getur hiklaust komið á óvart. Ég vona bara innilega að þeim gangi sem allra best." Íslenski handboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
"Auðvitað eru það mikil vonbrigði að hafa ekki verið valinn. Ég hef mikinn metnað sem leikmaður og hluti af því er að spila á alþjóðlegum vettvangi með landsliðinu. En Viggó er virkilega fær þjálfari og velur það lið sem hann telur best hverju sinni. Ég verð bara að taka því," segir Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður hjá Grosswallstad í Þýskalandi. Sem kunnugt er ákvað Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari, að velja Snorra ekki í landsliðshópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Túnis í febrúar. Arnór Atlason, leikmaður Magdeborg, hlaut hnossið fram yfir Snorra í leikstjórnendastöðuna og vakti það töluverða undrun á meðal handboltaáhugamanna, sérstaklega í ljósi þess að Snorri hefur í þónokkurn tíma verið fastamaður í landsliðinu og spilar reglulega með félagsliði sínu á meðan Arnór er að stíga sín fyrstu spor í alþjóðlegum handknattleik og leikur nær eingöngu með B-liði Magdeburg í þýsku 3.deildinni. "Ég get ekki annað gert en reynt að líta málið jákvæðum augum. Ég hef tekið þátt í tveimur stórmótum á stuttum tíma og þetta þýðir að ég fá smá tíma til að anda og hugsa um eitthvað annað en handbolta. Ég tel mig eiga heima í liðinu en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Þetta þýðir bara að ég verði að leggja enn harðar á mig til að vinna sæti í liðinu á nýjan leik. Ég ætla mér að koma sterkur til baka," sagði Snorri í samtali við Fréttablaðið í gær. Þegar Viggó tilkynnti landsliðshópinn á þriðjudag sagði Viggó að hann teldi Snorra hafa verið í lægð í töluverðan tíma og oft leikið betur. Þá þurfti Snorri einnig að þola töluverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í nóvember þó að sumir hafi talið að tækifæri Snorra í leikjunum þar hafi verið af skornum skammti. "Ef ég ber saman tímabilið hjá mér í ár og það sem ég átti í fyrra get ég alveg að mörgu leyti tekið undir það. Ég hef ekki verið að spila eins vel í ár og á síðasta tímabili sem var að öllu leyti mjög gott. Ég hef átt svolítið misjafna leiki á meðan ég var stöðugri í fyrra," segir Snorri aðspurður um hvort hann telji gagnrýni Viggós hafa átt rétt á sér. Snorri segir ugglaust að íslenska liðið geti vel náð einu af efstu sex sætunum á HM, sem einmitt er það markmið sem Viggó hefur sett liðinu. "Þetta eru allt frábærir strákar og frábærir leikmenn. Liðið er vissulega ungt og reynslulítið en þetta er lið sem getur hiklaust komið á óvart. Ég vona bara innilega að þeim gangi sem allra best."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira