Komst með baráttu í gegnum úrtökumót á spáni 7. nóvember 2005 06:00 Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi er búinn að tryggja sér þáttökurétt á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en tæpt stóð það. Birgir lenti nefnilega í kröppum dansi á úrtökumóti í Katalóníu um helgina og hann var tveim höggum frá því að komast áfram fyrir síðasta daginn. Það var því lítið annað í spilunum hjá Birgi en að spila ákveðið golf síðasta daginn og það gerði hann. Með mikilli baráttu tókst Birgi Leifi að tryggja sér umspil ásamt átta öðrum kylfingum en fjórir af þeim komust síðan áfram. Birgir Leifur fór fyrstu holuna í umspilinu á einu undir pari og hann var því kominn áfram en hann fór annars lokahringinn á 72 höggum eða á sléttu pari. "Þetta var svakaleg dramatík og það var gaman að takast á við það. Sérstaklega þar sem þetta fór allt svona vel í lokin. Þetta var vissulega góð reynsla fyrir mig," sagði Birgir Leifur í samtali við Fréttablaðið frá flugvellinum í Barcelona í gær. Hann heldur næst til Malaga þar sem síðasta úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina hefst á fimmtudag en á því móti hefur Birgir Leifur ansi oft komist nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. "Þetta er síðasta tækifæri fyrir kylfinga til að komast inn á Evróputúrinn," sagði Birgir Leifur en þrjátíu kylfingar munu ganga frá mótinu um næstu helgi með farmiða á Evróputúrinn en rúmlega 160 kylfingar taka þátt í mótinu þannig að það verður án vafa við ramman reip að draga. "Það verður hart barist en ég tel mig eiga ágæta möguleika. Það er hið fræga dagsform sem ræður því hvort maður komist áfram. Ég er í þokkalegu formi og mæti fullur sjálfstrausts á mótið," sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Golf Íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Sjá meira
Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi er búinn að tryggja sér þáttökurétt á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en tæpt stóð það. Birgir lenti nefnilega í kröppum dansi á úrtökumóti í Katalóníu um helgina og hann var tveim höggum frá því að komast áfram fyrir síðasta daginn. Það var því lítið annað í spilunum hjá Birgi en að spila ákveðið golf síðasta daginn og það gerði hann. Með mikilli baráttu tókst Birgi Leifi að tryggja sér umspil ásamt átta öðrum kylfingum en fjórir af þeim komust síðan áfram. Birgir Leifur fór fyrstu holuna í umspilinu á einu undir pari og hann var því kominn áfram en hann fór annars lokahringinn á 72 höggum eða á sléttu pari. "Þetta var svakaleg dramatík og það var gaman að takast á við það. Sérstaklega þar sem þetta fór allt svona vel í lokin. Þetta var vissulega góð reynsla fyrir mig," sagði Birgir Leifur í samtali við Fréttablaðið frá flugvellinum í Barcelona í gær. Hann heldur næst til Malaga þar sem síðasta úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina hefst á fimmtudag en á því móti hefur Birgir Leifur ansi oft komist nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. "Þetta er síðasta tækifæri fyrir kylfinga til að komast inn á Evróputúrinn," sagði Birgir Leifur en þrjátíu kylfingar munu ganga frá mótinu um næstu helgi með farmiða á Evróputúrinn en rúmlega 160 kylfingar taka þátt í mótinu þannig að það verður án vafa við ramman reip að draga. "Það verður hart barist en ég tel mig eiga ágæta möguleika. Það er hið fræga dagsform sem ræður því hvort maður komist áfram. Ég er í þokkalegu formi og mæti fullur sjálfstrausts á mótið," sagði Birgir Leifur Hafþórsson.
Golf Íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Sjá meira