Maður, líttu þér nær! 9. nóvember 2005 06:00 Í Fréttablaðinu sunnudaginn 6. nóvember gefur að líta ummæli ríkisskattstjóra, Indriða G. Þorlákssonar, um að verslunin blekki viðskiptavini með því að auglýsa að virðisaukaskattur sé felldur niður af vörum. Hann viðurkennir samt að oft sé tilgreint með minna letri að virðisaukaskattur sé eftir sem áður greiddur af vörunum, en samt sé um blekkingu að ræða. Manni fallast næstum hendur við lestur svona yfirlýsinga. Það er með ólíkindum hvernig sumir menn geta gengið um með augnblöðkur sem varna þeim sjónar á öðru en því sem er beint fyrir framan þá. Ef ríkisskattstjóri hugleiddi ofurlítið hvernig þessi markaðsfærsla hefur orðið til þá myndi hann fljótlega átta sig á því að umrædd háttsemi verslunarinnar er andsvar við siðlausri og óskammfeilinni háttsemi ríkisins í komuversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Oftast ef ekki alltaf er þess getið, reyndar með smáu letri, að verslanir greiði virðisaukaskatt af þessum tilboðsvörum. Þegar komufarþegar í FLE koma á það svæði sem farangur þeirra kemur inn blasir við þeim gólfauglýsing sem staðhæfir að verð í komuversluninni sé allt að 50 prósent lægra en í Reykjavík. Og hvernig skyldi nú þessi ríkisverslun fara að því að selja vörur svona ódýrt miðað við það að húsnæði, laun og aðrir rekstrarliðir eru vart lægri en í almennri verslun í Reykjavík? Jú, það gerist með því að fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt á þeim vörum sem þarna eru seldar í samkeppni við innlenda verslun. Hvað heitir þetta í orðasafni ríkisskattstjóra? Getur það verið að ríkisskattstjóri þekki ekki til þessa fyrirkomulags í FLE? Ég ætla honum það ekki og er næstum viss um að hann hefur gengið yfir umrædda auglýsingu eins og svo margir aðrir. Getur verið að öll sú umræða sem hefur farið fram um siðleysi, og jafnvel lögleysi (á það verður látið reyna) sem felst í þessum verslunarrekstri ríkisins hafi farið fram hjá eina æðsta embættismanni ríkisins í skattamálum? Hefur hann ekki orðið var við gagnrýni SVÞ á þetta fyrirkomulag og háttalag starfsmanna umræddrar ríkisverslunar, sem eru í lítt dulbúinni samkeppni um snyrtivörur, raftæki o.fl. við verslun á höfuðborgarsvæðinu? Ég vil benda ríkisskattstjóra á að horfa á bjálkann í eigin auga áður en hann gagnrýnir flísina í augum annarra. Hann verður að axla þá ábyrgð að vera í þessu máli sá sem hlífa ætti fremur en að höggva. Hann er fulltrúi stjórnvalda sem reka komuverslunina og má ekki mæla með klofinni tungu með því annars vegar að hvetja fólk til að greiða ekki skatta af innkaupum sínum og hins vegar að ásaka þá sem á er hallað um að bregðast við með því að draga fram það sem veldur verðmun og nota það í markaðsfærslu sinni. Með því að taka fram, þótt með smáu letri sé, að virðisaukaskattur sé greiddur af viðkomandi tilboðum, er enginn blekktur og reyndar rétt að vekja athygli á því að það stjórnvald sem fylgist með auglýsingum fyrirtækja á markaði, áður Samkeppnisstofnun og nú Neytendastofa, hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við tilvitnaðar auglýsingar verslunarfyrirtækja í Reykjavík. Maður líttu þér nær! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu sunnudaginn 6. nóvember gefur að líta ummæli ríkisskattstjóra, Indriða G. Þorlákssonar, um að verslunin blekki viðskiptavini með því að auglýsa að virðisaukaskattur sé felldur niður af vörum. Hann viðurkennir samt að oft sé tilgreint með minna letri að virðisaukaskattur sé eftir sem áður greiddur af vörunum, en samt sé um blekkingu að ræða. Manni fallast næstum hendur við lestur svona yfirlýsinga. Það er með ólíkindum hvernig sumir menn geta gengið um með augnblöðkur sem varna þeim sjónar á öðru en því sem er beint fyrir framan þá. Ef ríkisskattstjóri hugleiddi ofurlítið hvernig þessi markaðsfærsla hefur orðið til þá myndi hann fljótlega átta sig á því að umrædd háttsemi verslunarinnar er andsvar við siðlausri og óskammfeilinni háttsemi ríkisins í komuversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Oftast ef ekki alltaf er þess getið, reyndar með smáu letri, að verslanir greiði virðisaukaskatt af þessum tilboðsvörum. Þegar komufarþegar í FLE koma á það svæði sem farangur þeirra kemur inn blasir við þeim gólfauglýsing sem staðhæfir að verð í komuversluninni sé allt að 50 prósent lægra en í Reykjavík. Og hvernig skyldi nú þessi ríkisverslun fara að því að selja vörur svona ódýrt miðað við það að húsnæði, laun og aðrir rekstrarliðir eru vart lægri en í almennri verslun í Reykjavík? Jú, það gerist með því að fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt á þeim vörum sem þarna eru seldar í samkeppni við innlenda verslun. Hvað heitir þetta í orðasafni ríkisskattstjóra? Getur það verið að ríkisskattstjóri þekki ekki til þessa fyrirkomulags í FLE? Ég ætla honum það ekki og er næstum viss um að hann hefur gengið yfir umrædda auglýsingu eins og svo margir aðrir. Getur verið að öll sú umræða sem hefur farið fram um siðleysi, og jafnvel lögleysi (á það verður látið reyna) sem felst í þessum verslunarrekstri ríkisins hafi farið fram hjá eina æðsta embættismanni ríkisins í skattamálum? Hefur hann ekki orðið var við gagnrýni SVÞ á þetta fyrirkomulag og háttalag starfsmanna umræddrar ríkisverslunar, sem eru í lítt dulbúinni samkeppni um snyrtivörur, raftæki o.fl. við verslun á höfuðborgarsvæðinu? Ég vil benda ríkisskattstjóra á að horfa á bjálkann í eigin auga áður en hann gagnrýnir flísina í augum annarra. Hann verður að axla þá ábyrgð að vera í þessu máli sá sem hlífa ætti fremur en að höggva. Hann er fulltrúi stjórnvalda sem reka komuverslunina og má ekki mæla með klofinni tungu með því annars vegar að hvetja fólk til að greiða ekki skatta af innkaupum sínum og hins vegar að ásaka þá sem á er hallað um að bregðast við með því að draga fram það sem veldur verðmun og nota það í markaðsfærslu sinni. Með því að taka fram, þótt með smáu letri sé, að virðisaukaskattur sé greiddur af viðkomandi tilboðum, er enginn blekktur og reyndar rétt að vekja athygli á því að það stjórnvald sem fylgist með auglýsingum fyrirtækja á markaði, áður Samkeppnisstofnun og nú Neytendastofa, hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við tilvitnaðar auglýsingar verslunarfyrirtækja í Reykjavík. Maður líttu þér nær! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun