Atvinnumennska innan fimm ára 14. nóvember 2005 07:00 Teitur Þórðarson segir að atvinnumennska á íslandi sé á næsta leiti. fréttablaðið//valli Teitur Þórðarson, þjálfari KR, telur að atvinnumennska verði við lýði í íslenskum fótbolta innan fimm ára og bendir, máli sínu til stuðnings, á að peningarnir í íslenskum fótbolta í dag séu oft á tíðum síst minni en hjá liðum í norsku úrvalsdeildinni. "Þegar ég var úti í Noregi að þjálfa Brann og Lyn á sínum tíma þá voru þetta ekki atvinnumenn," sagði Teitur við Fréttablaðið í gær. "Atvinnumennskan kemur ekki til Noregs fyrr en 1994 og þá var það mjög algengt að menn væru í hlutastörfum með fótboltanum. Menn æfðu klukkan sex á morgnana og svo aftur seinna um daginn og þannig hefur þetta byggst upp í Noregi og Skandinavíu. Það sama er að gerast hérna núna. Eftir nokkur ár verða félögin hér orðin atvinnufélög svo þetta breytist allt saman. Þetta er framtíðin á Íslandi. Við héldum á sínum tíma að þetta væri ekki framtíðin í Noregi eða Skandinavíu en þetta hefur gjörbreyst allt saman þarna úti og það er alls staðar atvinnumennska. Eftir allar þær breytingar sem hafa orðið hér á nokkrum árum þá tel ég að þetta gerist innan fimm ára, það er að segja að einhver af þessum liðum hérna á Íslandi verði orðin meira eða minna atvinnulið," segir Teitur. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá að undanförnu fara laun leikmanna á Íslandi síhækkandi og eru dæmi um að menn þéni allt að fimm milljónir á ári fyrir það eitt að spila fótbolta en Teitur segir það mun hærri laun en hjá mörgum leikmönnum í Noregi. "Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því en vissulega er verið að borga mjög góð laun á sumum stöðum hérna á Íslandi. Launin í Noregi eru vissulega góð, bestu liðin í Noregi eru að borga mjög vel og sumir leikmenn þar eru að þéna 30 milljónir á ári," segir Teitur og bætir við að sjálfsagt séu margir leikmenn hér á landi sem þéni ekkert minna en kollegar þeirra í Noregi. "Þó svo að menn séu atvinnumenn eru þeir ekki á neinum gríðarlega háum launum. Það eru stóru liðin sem borga rosalega vel en í öðrum liðum eru menn að hafa kannski þrjár milljónir á ári. Ég get nefnt Ålesund sem dæmi, þeir féllu reyndar úr efstu deildinni í Noregi núna en þar eru margir leikmenn sem eru ekki að þéna þrjár milljónir á ári. Það sama gildir um fleiri lið," segir Teitur. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Teitur Þórðarson, þjálfari KR, telur að atvinnumennska verði við lýði í íslenskum fótbolta innan fimm ára og bendir, máli sínu til stuðnings, á að peningarnir í íslenskum fótbolta í dag séu oft á tíðum síst minni en hjá liðum í norsku úrvalsdeildinni. "Þegar ég var úti í Noregi að þjálfa Brann og Lyn á sínum tíma þá voru þetta ekki atvinnumenn," sagði Teitur við Fréttablaðið í gær. "Atvinnumennskan kemur ekki til Noregs fyrr en 1994 og þá var það mjög algengt að menn væru í hlutastörfum með fótboltanum. Menn æfðu klukkan sex á morgnana og svo aftur seinna um daginn og þannig hefur þetta byggst upp í Noregi og Skandinavíu. Það sama er að gerast hérna núna. Eftir nokkur ár verða félögin hér orðin atvinnufélög svo þetta breytist allt saman. Þetta er framtíðin á Íslandi. Við héldum á sínum tíma að þetta væri ekki framtíðin í Noregi eða Skandinavíu en þetta hefur gjörbreyst allt saman þarna úti og það er alls staðar atvinnumennska. Eftir allar þær breytingar sem hafa orðið hér á nokkrum árum þá tel ég að þetta gerist innan fimm ára, það er að segja að einhver af þessum liðum hérna á Íslandi verði orðin meira eða minna atvinnulið," segir Teitur. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá að undanförnu fara laun leikmanna á Íslandi síhækkandi og eru dæmi um að menn þéni allt að fimm milljónir á ári fyrir það eitt að spila fótbolta en Teitur segir það mun hærri laun en hjá mörgum leikmönnum í Noregi. "Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því en vissulega er verið að borga mjög góð laun á sumum stöðum hérna á Íslandi. Launin í Noregi eru vissulega góð, bestu liðin í Noregi eru að borga mjög vel og sumir leikmenn þar eru að þéna 30 milljónir á ári," segir Teitur og bætir við að sjálfsagt séu margir leikmenn hér á landi sem þéni ekkert minna en kollegar þeirra í Noregi. "Þó svo að menn séu atvinnumenn eru þeir ekki á neinum gríðarlega háum launum. Það eru stóru liðin sem borga rosalega vel en í öðrum liðum eru menn að hafa kannski þrjár milljónir á ári. Ég get nefnt Ålesund sem dæmi, þeir féllu reyndar úr efstu deildinni í Noregi núna en þar eru margir leikmenn sem eru ekki að þéna þrjár milljónir á ári. Það sama gildir um fleiri lið," segir Teitur.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira