Síðasta vaxtahækkun skilaði sér að fullu 3. desember 2005 08:00 Davíð Oddsson tilkynnir hækkun stýrivaxta. Davíð sagði að horfur væru á að það dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Húsnæðisverð þyrfti að lækka og gengi krónunnar að haldast tiltölulega hátt og stöðugt. "Enn eru verðbólguhorfur ekki nógu góðar. Bankastjórnin hefur því ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri í gær, þegar hann kynnti forsendur vaxtaákvörðunar bankans í fyrsta skipti eftir að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Þetta þýðir að stýrivextir Seðlabankans verða 10,5 prósent. Mun það væntanlega leiða til þess að vextir af skammtímaskuldum landsmanna sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum hækki fljótlega sem þessu nemur. Þetta er ekki eins mikil hækkun vaxta eins og greiningadeildir bankanna höfðu spáð. Í september hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,75 prósent og sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, þáverandi Seðlabankastjóri, að skilaboðin væru skýr. Ætlunin væri að standa við verðbólgumarkið um 2,5 prósent verðbólgu. Aðspurður hvort þetta væri nógu mikil vaxtahækkun og hvort trúverðugleika Seðlabankans væri stefnt í voða sagði Davið svo ekki vera. Síðasta hækkun hefði skilað tilætluðum árangir í fyrsta skipti frá því að Seðlabankinn hóf að hækka vexti í maí 2004. Í kjölfarið hækkuðu útlánavextir banka, sparisjóða og Íbúðalánasjóðs, en hækkun fasteignaverðs hefði verið mikill drifkraftur verðbólgu undanfarið. Þá sagði Davíð að ákveðið hefði verið að fjölga formlegum vaxtaákvörðunardögum úr fjórum í sex. Seðlabankinn myndi endurskoða stöðuna 26. janúar næstkomandi og taka nýja ákvörðun um hvort hækka ætti vexti. Bankinn gæti þó breytt vöxtum hvenær sem er en þyrfti að rökstyðja ákvörðun sína sex sínum á ári. Meginmarkmið Seðlabankans er að halda aftur af verðbólgu. Skal hún vera sem næst 2,5 prósentum á ársgrundvelli. Miðað við óbreytta vexti og gengi krónunnar eru horfur á að verðbólgan verði 3,1 prósent eftir eitt ár samkvæmt spá Seðlabankans. Greiningardeildir bankanna gera þó ráð fyrir meiri verðbólgu og að gengi krónunnar falli á næsta ári. Þá geta innfluttar vörur hækkað og aukið þrýsting á verðbólguna. Þetta er óvissuþáttur sem getur haft mikil áhrif á þróun mála næstu mánuðina. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er því líklegt að vextir fari enn hærra á næsta ári. Hvernig virka stýrivextir? Seðlabankinn framkvæmir peningastefnuna einkum með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst í gegnum ávöxtun í viðskiptum sínum við lánastofnanir. Hækkun stýrivaxta Seðlabankans veldur undir eðlilegum kringumstæðum hækkun vaxta á sparnaði, skammtímaskuldum sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum. Í mjög einföldu máli má segja að þegar vextir hækka er orðið hagstæðara fyrir fólkið í landinu að spara og dýrara að eyða. Þetta á að slá á eftirspurn í hagkerfinu og draga úr verðbólgu. Innlent Viðskipti Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
"Enn eru verðbólguhorfur ekki nógu góðar. Bankastjórnin hefur því ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri í gær, þegar hann kynnti forsendur vaxtaákvörðunar bankans í fyrsta skipti eftir að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Þetta þýðir að stýrivextir Seðlabankans verða 10,5 prósent. Mun það væntanlega leiða til þess að vextir af skammtímaskuldum landsmanna sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum hækki fljótlega sem þessu nemur. Þetta er ekki eins mikil hækkun vaxta eins og greiningadeildir bankanna höfðu spáð. Í september hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,75 prósent og sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, þáverandi Seðlabankastjóri, að skilaboðin væru skýr. Ætlunin væri að standa við verðbólgumarkið um 2,5 prósent verðbólgu. Aðspurður hvort þetta væri nógu mikil vaxtahækkun og hvort trúverðugleika Seðlabankans væri stefnt í voða sagði Davið svo ekki vera. Síðasta hækkun hefði skilað tilætluðum árangir í fyrsta skipti frá því að Seðlabankinn hóf að hækka vexti í maí 2004. Í kjölfarið hækkuðu útlánavextir banka, sparisjóða og Íbúðalánasjóðs, en hækkun fasteignaverðs hefði verið mikill drifkraftur verðbólgu undanfarið. Þá sagði Davíð að ákveðið hefði verið að fjölga formlegum vaxtaákvörðunardögum úr fjórum í sex. Seðlabankinn myndi endurskoða stöðuna 26. janúar næstkomandi og taka nýja ákvörðun um hvort hækka ætti vexti. Bankinn gæti þó breytt vöxtum hvenær sem er en þyrfti að rökstyðja ákvörðun sína sex sínum á ári. Meginmarkmið Seðlabankans er að halda aftur af verðbólgu. Skal hún vera sem næst 2,5 prósentum á ársgrundvelli. Miðað við óbreytta vexti og gengi krónunnar eru horfur á að verðbólgan verði 3,1 prósent eftir eitt ár samkvæmt spá Seðlabankans. Greiningardeildir bankanna gera þó ráð fyrir meiri verðbólgu og að gengi krónunnar falli á næsta ári. Þá geta innfluttar vörur hækkað og aukið þrýsting á verðbólguna. Þetta er óvissuþáttur sem getur haft mikil áhrif á þróun mála næstu mánuðina. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er því líklegt að vextir fari enn hærra á næsta ári. Hvernig virka stýrivextir? Seðlabankinn framkvæmir peningastefnuna einkum með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst í gegnum ávöxtun í viðskiptum sínum við lánastofnanir. Hækkun stýrivaxta Seðlabankans veldur undir eðlilegum kringumstæðum hækkun vaxta á sparnaði, skammtímaskuldum sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum. Í mjög einföldu máli má segja að þegar vextir hækka er orðið hagstæðara fyrir fólkið í landinu að spara og dýrara að eyða. Þetta á að slá á eftirspurn í hagkerfinu og draga úr verðbólgu.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira