Fórum illa með dauðafærin 11. desember 2005 08:00 Grimmur á hliðarlínunni. Alfreð Gíslason er vanur að láta heyra vel og duglega í sér á hliðarlínunni. Leikur liðanna á Spáni í gær var stórkostleg skemmtun en Magdeburg átti fyrir höndum erfitt verkefni að vinna upp tveggja marka forskot Barcelona úr fyrri leiknum í Þýskalandi. Leikurinn var jafn nánast frá upphafi og þrátt fyrir að hafa hvorki heppnina né dómarana með sér hékk Magdeburg í Börsungum og ljóst að lokamínútur leiksins yrðu æsispennandi. Ákveðinn vendipunktur varð átta mínútum fyrir leikslok þegar Sigfús Sigurðsson hjá Magdeburg var útilokaður frá leiknum vegna þriggja brottvísana. Fyrir vikið var varnarleikur Magdeburg ekki eins sterkur og heimamenn gengu á lagið og lönduðu fjögurra marka sigri, 27-23. "Við hefðum alveg getað unnið þennan leik en fórum illa með dauðafærin og þá sérstaklega í hornunum," sagði Alfreð frekar svekktur eftir leikinn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. Dómgæslan var ekkert sérstaklega hliðholl Magdeburg en Alfreð vildi ekki gera of mikið úr þeirri staðreynd. "Það hefur oft verið verra í Barcelona. Það boðar aldrei gott að hafa júgóslavneska dómara í Barcelona og mér fannst margir dómar á krítískum augnablikum í síðari hálfleik falla með heimaliðinu," sagði Alfreð en hann var sammála því að það hefði verið vont að missa Sigfús af velli. "Það opnaði svolítið vörnina hjá okkur. Annars tapaðist þessi viðureign að mörgu leyti í okkar heimaleik. Svo erum við með marga meidda menn og það hafði sitt að segja," sagði Alfreð Gíslason. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Leikur liðanna á Spáni í gær var stórkostleg skemmtun en Magdeburg átti fyrir höndum erfitt verkefni að vinna upp tveggja marka forskot Barcelona úr fyrri leiknum í Þýskalandi. Leikurinn var jafn nánast frá upphafi og þrátt fyrir að hafa hvorki heppnina né dómarana með sér hékk Magdeburg í Börsungum og ljóst að lokamínútur leiksins yrðu æsispennandi. Ákveðinn vendipunktur varð átta mínútum fyrir leikslok þegar Sigfús Sigurðsson hjá Magdeburg var útilokaður frá leiknum vegna þriggja brottvísana. Fyrir vikið var varnarleikur Magdeburg ekki eins sterkur og heimamenn gengu á lagið og lönduðu fjögurra marka sigri, 27-23. "Við hefðum alveg getað unnið þennan leik en fórum illa með dauðafærin og þá sérstaklega í hornunum," sagði Alfreð frekar svekktur eftir leikinn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. Dómgæslan var ekkert sérstaklega hliðholl Magdeburg en Alfreð vildi ekki gera of mikið úr þeirri staðreynd. "Það hefur oft verið verra í Barcelona. Það boðar aldrei gott að hafa júgóslavneska dómara í Barcelona og mér fannst margir dómar á krítískum augnablikum í síðari hálfleik falla með heimaliðinu," sagði Alfreð en hann var sammála því að það hefði verið vont að missa Sigfús af velli. "Það opnaði svolítið vörnina hjá okkur. Annars tapaðist þessi viðureign að mörgu leyti í okkar heimaleik. Svo erum við með marga meidda menn og það hafði sitt að segja," sagði Alfreð Gíslason.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira