Fátækt nýja ógnin 22. janúar 2005 00:01 Hagsmunum Norðurlandaþjóðanna er best borgið innan alþjóðlegra stofnana líkt og Sameinuðu þjóðanna, NATO og Evrópusambandsins. Þetta sagði Thorvald Stoltenberg, fyrrum utanríkisráðherra Noregs og forseti norska Rauða Krossins, á málþingi framtíðarhóps Samfylkingar í gær. Hann sagði einnig að reynsla Norðmanna hafi sýnt að það geti komið sér betur að lítið fari fyrir utanríkisstefnu lítilla þjóða, sérstaklega í deilumálum sem fara hátt. Þegar þannig sé komið fyrir treysti deiluaðilar landinu frekar til að taka þátt í sáttaumleitunum, eins og sést hafi þegar Norðmenn tóku að sér að bera skilaboð á milli Bandaríkjamanna og Víetnama í Víetnamstríðinu. Stoltenberg segir að heimurinn sé sífellt að minnka, meðal annars vegna fjölgunar ferðalaga til fjarlægra heimshluta og hann vonaðist til að með því færum við líka að sjá hinar daglegu hamfarir, sem við verðum ekki vör við í fjölmiðlum daglega. Slíkar hamfarir væru mikill fjöldi fólks sem deyr daglega úr hungri, vegna eyðni, úr veikindum eða vegna fátæktar. Áður hafi óvinurinn verið hinum megin við landamærin sem hægt hafi verið að mæta með skriðdrekum. Nú sé ógnin við heimsfriðinn fátækt, sem birtist meðal annars í rússneskum berklum. Slíkar ógnir stoppi ekki við landamæri. Ógnin vegna fátæktar komi einnig vegna þess að fólk í fátækum löndum sér velmegunina á Vesturlöndum og vill hlutdeild af þeirri velmegun. Þessar ógnir séu nýjar, hluti af nýrri heimsskipan og því þurfi að huga að félags- og efnahagslegum þáttum þegar öryggisstefna er mynduð Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Hagsmunum Norðurlandaþjóðanna er best borgið innan alþjóðlegra stofnana líkt og Sameinuðu þjóðanna, NATO og Evrópusambandsins. Þetta sagði Thorvald Stoltenberg, fyrrum utanríkisráðherra Noregs og forseti norska Rauða Krossins, á málþingi framtíðarhóps Samfylkingar í gær. Hann sagði einnig að reynsla Norðmanna hafi sýnt að það geti komið sér betur að lítið fari fyrir utanríkisstefnu lítilla þjóða, sérstaklega í deilumálum sem fara hátt. Þegar þannig sé komið fyrir treysti deiluaðilar landinu frekar til að taka þátt í sáttaumleitunum, eins og sést hafi þegar Norðmenn tóku að sér að bera skilaboð á milli Bandaríkjamanna og Víetnama í Víetnamstríðinu. Stoltenberg segir að heimurinn sé sífellt að minnka, meðal annars vegna fjölgunar ferðalaga til fjarlægra heimshluta og hann vonaðist til að með því færum við líka að sjá hinar daglegu hamfarir, sem við verðum ekki vör við í fjölmiðlum daglega. Slíkar hamfarir væru mikill fjöldi fólks sem deyr daglega úr hungri, vegna eyðni, úr veikindum eða vegna fátæktar. Áður hafi óvinurinn verið hinum megin við landamærin sem hægt hafi verið að mæta með skriðdrekum. Nú sé ógnin við heimsfriðinn fátækt, sem birtist meðal annars í rússneskum berklum. Slíkar ógnir stoppi ekki við landamæri. Ógnin vegna fátæktar komi einnig vegna þess að fólk í fátækum löndum sér velmegunina á Vesturlöndum og vill hlutdeild af þeirri velmegun. Þessar ógnir séu nýjar, hluti af nýrri heimsskipan og því þurfi að huga að félags- og efnahagslegum þáttum þegar öryggisstefna er mynduð
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira