Slóvenar eru brothættir 24. janúar 2005 00:01 Íslenska handboltalandsliðið spilar sinn annan leik á HM í Túnis í dag og andstæðingarnir að þessu sinni eru Slóvenar. Þeir nældu í silfurverðlaun á EM fyrir ári síðan en eftir það mót hefur byrjað að halla undan fæti. Þeir voru slakari en við á ÓL í sumar og leikurinn gegn Slóveníu var einmitt eini "alvöru" leikurinn sem landsliðið vann í Aþenu. Rétt eins og Ísland þá skiptu Slóvenar um þjálfara eftir ÓL. Þessi nýi þjálfari á erfitt verkefni fyrir höndum hér í Túnis því hann vantar þrjá lykilmenn í liðið. Stórskyttan Renato Vugrinec gaf ekki kost á sér í liðið, Ales Pajovic á von á barni og varð því eftir heima og Roman Pungartnik er meiddur. Svo eru nokkrir fastamenn frá síðustu árum einnig fjarri góðu gamni að þessu sinni. Þrátt fyrir þessi afföll eru Slóvenar með hörkulið. Þeir eiga góðan markvörð, Dusan Popdecan; Vid Kavticnik er ekki mikið síðri en Vugrinec og Uros Zorman er betri en Pajovic að margra mati. Svo státa þeir af einni bestu skyttu heims, Sergei Rutenka. Sá hefur reynst okkur erfiður ljár í þúfu síðustu ár og hann skoraði vel yfir tíu mörk gegn okkur í Aþenu. Slóvenska liðið er gríðarlega jafnt og liðsheildin er afar sterk. Helsta vandamál liðsins er hausinn á þeim. Þeir eiga það til að brotna við mótlæti og eru oftar en ekki stemningslausir þegar þeir leika utan heimalandsins. Kollegar mínir frá Slóveníu hafa ekki sérstaka trú á sínum mönnum og nýja þjálfaranum sem þeir segja að eyði meiri tíma í að funda en að æfa. Það að komast upp úr riðlinum er sigur í huga Slóvena. Þótt íslenska liðið sé mun meira breytt en það slóvenska gera slóvensku blaðamennirnir ekki ráð fyrir því að leggja okkur af velli. Hvað sem þeim vangaveltum líður þá er ljóst að íslenska liðið verður að spila mikið mun betur gegn Slóvenum en það gerði fyrstu 45 mínúturnar gegn Tékkum. Lykillinn að því að sigra Slóvena er að byrja vel og brjóta þá strax niður. Ef það gengur ekki gætum við lent í verulegum vandræðum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið spilar sinn annan leik á HM í Túnis í dag og andstæðingarnir að þessu sinni eru Slóvenar. Þeir nældu í silfurverðlaun á EM fyrir ári síðan en eftir það mót hefur byrjað að halla undan fæti. Þeir voru slakari en við á ÓL í sumar og leikurinn gegn Slóveníu var einmitt eini "alvöru" leikurinn sem landsliðið vann í Aþenu. Rétt eins og Ísland þá skiptu Slóvenar um þjálfara eftir ÓL. Þessi nýi þjálfari á erfitt verkefni fyrir höndum hér í Túnis því hann vantar þrjá lykilmenn í liðið. Stórskyttan Renato Vugrinec gaf ekki kost á sér í liðið, Ales Pajovic á von á barni og varð því eftir heima og Roman Pungartnik er meiddur. Svo eru nokkrir fastamenn frá síðustu árum einnig fjarri góðu gamni að þessu sinni. Þrátt fyrir þessi afföll eru Slóvenar með hörkulið. Þeir eiga góðan markvörð, Dusan Popdecan; Vid Kavticnik er ekki mikið síðri en Vugrinec og Uros Zorman er betri en Pajovic að margra mati. Svo státa þeir af einni bestu skyttu heims, Sergei Rutenka. Sá hefur reynst okkur erfiður ljár í þúfu síðustu ár og hann skoraði vel yfir tíu mörk gegn okkur í Aþenu. Slóvenska liðið er gríðarlega jafnt og liðsheildin er afar sterk. Helsta vandamál liðsins er hausinn á þeim. Þeir eiga það til að brotna við mótlæti og eru oftar en ekki stemningslausir þegar þeir leika utan heimalandsins. Kollegar mínir frá Slóveníu hafa ekki sérstaka trú á sínum mönnum og nýja þjálfaranum sem þeir segja að eyði meiri tíma í að funda en að æfa. Það að komast upp úr riðlinum er sigur í huga Slóvena. Þótt íslenska liðið sé mun meira breytt en það slóvenska gera slóvensku blaðamennirnir ekki ráð fyrir því að leggja okkur af velli. Hvað sem þeim vangaveltum líður þá er ljóst að íslenska liðið verður að spila mikið mun betur gegn Slóvenum en það gerði fyrstu 45 mínúturnar gegn Tékkum. Lykillinn að því að sigra Slóvena er að byrja vel og brjóta þá strax niður. Ef það gengur ekki gætum við lent í verulegum vandræðum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Sjá meira