Halldór fær falleinkunn 13. október 2005 15:31 Tæplega 17 prósent landsmanna telja að Halldór Ásgrímsson hafi staðið sig vel eða mjög vel sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Um 48 prósent fólks telur Halldór hafa staðið sig illa og 35 prósent sæmilega. "Sígandi lukka er best," segir Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs, en forsætisráðherra er erlendis og því náðist ekki í hann. Aðspurður um ástæður þessarar löku útkomu Halldórs í könnuninni segir Björn Ingi: "Á fyrstu og síðustu dögum Halldórs í forsætisráðherraembættinu hafa komið upp erfið mál eins og til dæmis kennaraverkfallið. Við erum samt sannfærðir um að með hækkandi sól þá muni landið rísa í þessum efnum. Auðvitað munum við reyna að standa okkur eins vel og við getum. Síðan er það kjósenda að lokum að dæma um það hvernig til hefur tekist." Aðspurður hvort Íraksmálið eða hræringar í flokknum undanfarið skýri útkomuna að einhverju leyti segir Björn Ingi: "Þessi mál hjálpa örugglega ekki til, en ég tel að það séu að verða vatnaskil í umræðunni um Írak og að mikill vilji sé til þess hjá þjóðinni að ræða um önnur verkefni sem ef til vill eru brýnni." Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að þessi útkoma sé með því lakasta sem hann hafi séð. Kannanir Gallup hafi líka sýnt að ánægjan með Halldór sé að minnka og þessi könnun endurspegli þá þróun ágætlega. "Ríkisstjórnin hefur átt undir högg að sækja og það er alveg bersýnilegt að þessi byrjun á forsætisráðherraferlinu hjá Halldóri hefur verið honum erfið. Hann hefur lent í óþægilegum málum eins og Íraksmálinu og svo náttúrlega eldri mál eins og fjölmiðlamálið. Það er samt nauðsynlegt að halda því til haga að formaður í flokki með lítið fylgi er viðkvæmari fyrir öllum sveiflum í svona könnunum, en formaður í flokki með mikið fylgi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira
Tæplega 17 prósent landsmanna telja að Halldór Ásgrímsson hafi staðið sig vel eða mjög vel sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Um 48 prósent fólks telur Halldór hafa staðið sig illa og 35 prósent sæmilega. "Sígandi lukka er best," segir Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs, en forsætisráðherra er erlendis og því náðist ekki í hann. Aðspurður um ástæður þessarar löku útkomu Halldórs í könnuninni segir Björn Ingi: "Á fyrstu og síðustu dögum Halldórs í forsætisráðherraembættinu hafa komið upp erfið mál eins og til dæmis kennaraverkfallið. Við erum samt sannfærðir um að með hækkandi sól þá muni landið rísa í þessum efnum. Auðvitað munum við reyna að standa okkur eins vel og við getum. Síðan er það kjósenda að lokum að dæma um það hvernig til hefur tekist." Aðspurður hvort Íraksmálið eða hræringar í flokknum undanfarið skýri útkomuna að einhverju leyti segir Björn Ingi: "Þessi mál hjálpa örugglega ekki til, en ég tel að það séu að verða vatnaskil í umræðunni um Írak og að mikill vilji sé til þess hjá þjóðinni að ræða um önnur verkefni sem ef til vill eru brýnni." Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að þessi útkoma sé með því lakasta sem hann hafi séð. Kannanir Gallup hafi líka sýnt að ánægjan með Halldór sé að minnka og þessi könnun endurspegli þá þróun ágætlega. "Ríkisstjórnin hefur átt undir högg að sækja og það er alveg bersýnilegt að þessi byrjun á forsætisráðherraferlinu hjá Halldóri hefur verið honum erfið. Hann hefur lent í óþægilegum málum eins og Íraksmálinu og svo náttúrlega eldri mál eins og fjölmiðlamálið. Það er samt nauðsynlegt að halda því til haga að formaður í flokki með lítið fylgi er viðkvæmari fyrir öllum sveiflum í svona könnunum, en formaður í flokki með mikið fylgi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira