Þurfa að taka útreið alvarlega 5. febrúar 2005 00:01 Framsóknarmenn þurfa að taka slæma útreið í skoðanakönnunum alvarlega segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann hvetur félaga sína til að líta yfir sviðið nú, óróa og fylgistap, og skoða í því ljósi að í haust hafi hann þótt helsta vandamál flokksins. Það blæs hvorki byrlega fyrir Framsóknarflokknum né leiðtoga hans, Halldóri Ásgrímssyni, í skoðanakönnunum þessa dagana. Í gær birti Fréttablaðið niðurstöður könnunar á fylgi við stjórnmálaflokka og kom þar fram að yrði kosið í dag töpuðu Framsóknarmenn sjö þingmönnum og fengju aðeins átta prósenta fylgi. Í dag er það svo Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem fær skell, en samkvæmt könnun Fréttablaðsins hefur ánægja með störf hans dalað. Hringt var í 800 manns á þriðjudaginn og spurt hvernig fólki þætti Halldór hafa staðið sig sem forsætisráðherra. Af þeim sem tóku afstöðu, 87 prósentum samkvæmt Fréttablaðinu, sögðu tæplega 34 prósent að hann hefði staðið sig illa og 14 prósent frekar illa en 35,3 prósent töldu Halldór hafa staðið sig sæmilega, rúmlega 11,5 prósent vel og fimm prósent mjög vel. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þetta vondar fréttir sem taka beri alvarlega þó að sjálfssögðu ríki ákveðin óvissa um niðurstöður kannananna eins og gengur. Engu að síður lýsi þær ákveðinni tilhneigingu sem verði að bregðast við. Aðspurður hvað hann telji að landsmenn séu óánægðir með segir Kristinn að það geti verið eitt og annað sem leggist á eitt en hann telji að stefna ríkisstjórnarinnar í umdeildum málum sé Framsóknarflokknum ekki til framdráttar og starfshættir forystumannanna hafi verið þannig að ekki séu allir sáttir. Tveir flokkar mynda þessa ríkisstjórn sem Kristinn telur að þurfi að skoða sinn gang. Ef marka má fylgiskannanir að undanförnu virðist óánægjan hins vegar frekar beinast gegn Framsóknarflokknum en Sjálfstæðisflokknum. Kristinn H. varar Sjálfstæðismenn hins vegar við að fagna um of og segir kannanir að undanförnu sýna að fylgi við flokkinn sé langt í frá stöðugt. Miðað við útkomu Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum þurfi menn þar á bæ líka að huga að sínum málum. Hann segir enn fremur að dómi almennings verði ekki áfrýjað og hann ráði hvort sem fólki þyki hann réttlátur eða ranglátur. Kristinn segir enn fremur að stjórnarflokkarnir tveir verði að hugsa sinn gang. Stjórnarflokkar alla síðustu öld hafi lengst af verið með samanlagt 60-65 prósenta fylgi en í síðustu kosningum hafi þeir haft 51 prósenta fylgi og hafi rétt náð að mynda meirihlutaríkisstjórn. Nú hafi flokkarinr vel innan við helmingsfylgi kjósenda í könnunum sem þýði að kjósendur flokkanna séu ekki sáttir við frammistöðuna. Kristinn er inntur eftir því hvort hann líti á niðurstöðu skoðanakannana sem uppreisn æru fyrir sig þar sem hann hafi barist gegn málum sem sátt hafi þótt ríkja um meðal stjórnarflokkanna. Hann svarar því á þá leið að skoða verði niðurstöður kannananna og óróann í Framsóknarflokknum í því ljósi að á síðastliðnu hausti hafi verið gripið til þess ráðs að vísa honum úr þingflokknum með þeim ummælum að fámennur og samstæður hópur væri betri en fjölmennur og veikur. Þá hafi verið litið svo á að hann væri vandi Framsóknarflokksins. Hann biðji fólk um að líta yfir sviðið nú. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Framsóknarmenn þurfa að taka slæma útreið í skoðanakönnunum alvarlega segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann hvetur félaga sína til að líta yfir sviðið nú, óróa og fylgistap, og skoða í því ljósi að í haust hafi hann þótt helsta vandamál flokksins. Það blæs hvorki byrlega fyrir Framsóknarflokknum né leiðtoga hans, Halldóri Ásgrímssyni, í skoðanakönnunum þessa dagana. Í gær birti Fréttablaðið niðurstöður könnunar á fylgi við stjórnmálaflokka og kom þar fram að yrði kosið í dag töpuðu Framsóknarmenn sjö þingmönnum og fengju aðeins átta prósenta fylgi. Í dag er það svo Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem fær skell, en samkvæmt könnun Fréttablaðsins hefur ánægja með störf hans dalað. Hringt var í 800 manns á þriðjudaginn og spurt hvernig fólki þætti Halldór hafa staðið sig sem forsætisráðherra. Af þeim sem tóku afstöðu, 87 prósentum samkvæmt Fréttablaðinu, sögðu tæplega 34 prósent að hann hefði staðið sig illa og 14 prósent frekar illa en 35,3 prósent töldu Halldór hafa staðið sig sæmilega, rúmlega 11,5 prósent vel og fimm prósent mjög vel. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þetta vondar fréttir sem taka beri alvarlega þó að sjálfssögðu ríki ákveðin óvissa um niðurstöður kannananna eins og gengur. Engu að síður lýsi þær ákveðinni tilhneigingu sem verði að bregðast við. Aðspurður hvað hann telji að landsmenn séu óánægðir með segir Kristinn að það geti verið eitt og annað sem leggist á eitt en hann telji að stefna ríkisstjórnarinnar í umdeildum málum sé Framsóknarflokknum ekki til framdráttar og starfshættir forystumannanna hafi verið þannig að ekki séu allir sáttir. Tveir flokkar mynda þessa ríkisstjórn sem Kristinn telur að þurfi að skoða sinn gang. Ef marka má fylgiskannanir að undanförnu virðist óánægjan hins vegar frekar beinast gegn Framsóknarflokknum en Sjálfstæðisflokknum. Kristinn H. varar Sjálfstæðismenn hins vegar við að fagna um of og segir kannanir að undanförnu sýna að fylgi við flokkinn sé langt í frá stöðugt. Miðað við útkomu Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum þurfi menn þar á bæ líka að huga að sínum málum. Hann segir enn fremur að dómi almennings verði ekki áfrýjað og hann ráði hvort sem fólki þyki hann réttlátur eða ranglátur. Kristinn segir enn fremur að stjórnarflokkarnir tveir verði að hugsa sinn gang. Stjórnarflokkar alla síðustu öld hafi lengst af verið með samanlagt 60-65 prósenta fylgi en í síðustu kosningum hafi þeir haft 51 prósenta fylgi og hafi rétt náð að mynda meirihlutaríkisstjórn. Nú hafi flokkarinr vel innan við helmingsfylgi kjósenda í könnunum sem þýði að kjósendur flokkanna séu ekki sáttir við frammistöðuna. Kristinn er inntur eftir því hvort hann líti á niðurstöðu skoðanakannana sem uppreisn æru fyrir sig þar sem hann hafi barist gegn málum sem sátt hafi þótt ríkja um meðal stjórnarflokkanna. Hann svarar því á þá leið að skoða verði niðurstöður kannananna og óróann í Framsóknarflokknum í því ljósi að á síðastliðnu hausti hafi verið gripið til þess ráðs að vísa honum úr þingflokknum með þeim ummælum að fámennur og samstæður hópur væri betri en fjölmennur og veikur. Þá hafi verið litið svo á að hann væri vandi Framsóknarflokksins. Hann biðji fólk um að líta yfir sviðið nú.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira