Hörð átök um Evrópustefnuna 26. febrúar 2005 00:01 Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það kom ekki á óvart að tillaga um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á skyldi hafa verið þurrkuð út úr ályktunardrögum þegar þingfulltrúar hófu umræður í dag. Í staðinn var komin setning þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Aðildarviðræður gætu hugsanlega hafist strax á næsta kjörtímabili og á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna. Varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, lýsti sig ósáttan við ályktunina og sagði að það yrði að orða hana með öðrum hætti til að kljúfa ekki flokkinn. Það væri engin leið að fullyrða um það á þessu stigi að Ísland sé betur komið innan ESB Formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, varði hins vegar þetta orðalag og sagði á margan hátt stigið varlega til jarðar í tillögunni - þar væru allir fyrirvarar. Hins vegar verði menn að átta sig á því í hvað stefni og athuga hvað aðild geti gefið Íslendingum. Halldór bauð svo að hún yrði tekin til frekari skoðunar í nefnd fyrir morgundaginn. Halldór kvaðst gera sér grein fyrir því að málið sé mjög viðkvæmt, og ekki eingöngu inn á við heldur líka gagnvart öðrum þjóðum innan EES. Í því sambandi upplýsti Halldór að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Guðni Ágústsson segir þá sterka innan Framsóknarflokksins sem vilji skoða aðild að ESB en þeir sem vilji fara mjög varlega í þeim efnum séu einnig mjög fjölmennir. Niðurstöðu flokksþingsins um afstöðu til Reykjavíkurflugvallar er einnig beðið með eftirvæntingu en framtíð hans var í fyrirspurn Hjalta Björnssonar þingfulltrúa til ráðherra tengd uppbyggingu Landspítalans. Spurt var hvort eitt af aðalatriðum í staðarvali fyrir spítalann hafi ekki verið að flugvöllurinn yrði þar sem hann er. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði það vissulega hafa verið verið svo. Nálægðin við flugvöllinn sé mjög stór kostur þó það sé ekki algert skilyrði. En Halldór slapp ekki við gagnrýni. Hjalti Björnsson sagði það skilyrði hafa verið sett þegar Ísland gekk í NATO árið 1949 að þjóðin þyrfti og myndi aldrei, með beinum eða óbeinum hætti, taka þátt í stríðsrekstri eða hernaðarlegum ákvörðunum. í framhldinu spurði hann hverjir hefðu breytt þessu og hvenær. Halldór sagði Íslendinga ekki hafa sent fólk til að taka þátt í beinum átökum, aðeins „ ... til að hjálpa til við að halda friðinn. Og ég tel að við Íslendingar eigum að vera stoltir af því,“ sagði Halldór. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það kom ekki á óvart að tillaga um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á skyldi hafa verið þurrkuð út úr ályktunardrögum þegar þingfulltrúar hófu umræður í dag. Í staðinn var komin setning þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Aðildarviðræður gætu hugsanlega hafist strax á næsta kjörtímabili og á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna. Varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, lýsti sig ósáttan við ályktunina og sagði að það yrði að orða hana með öðrum hætti til að kljúfa ekki flokkinn. Það væri engin leið að fullyrða um það á þessu stigi að Ísland sé betur komið innan ESB Formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, varði hins vegar þetta orðalag og sagði á margan hátt stigið varlega til jarðar í tillögunni - þar væru allir fyrirvarar. Hins vegar verði menn að átta sig á því í hvað stefni og athuga hvað aðild geti gefið Íslendingum. Halldór bauð svo að hún yrði tekin til frekari skoðunar í nefnd fyrir morgundaginn. Halldór kvaðst gera sér grein fyrir því að málið sé mjög viðkvæmt, og ekki eingöngu inn á við heldur líka gagnvart öðrum þjóðum innan EES. Í því sambandi upplýsti Halldór að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Guðni Ágústsson segir þá sterka innan Framsóknarflokksins sem vilji skoða aðild að ESB en þeir sem vilji fara mjög varlega í þeim efnum séu einnig mjög fjölmennir. Niðurstöðu flokksþingsins um afstöðu til Reykjavíkurflugvallar er einnig beðið með eftirvæntingu en framtíð hans var í fyrirspurn Hjalta Björnssonar þingfulltrúa til ráðherra tengd uppbyggingu Landspítalans. Spurt var hvort eitt af aðalatriðum í staðarvali fyrir spítalann hafi ekki verið að flugvöllurinn yrði þar sem hann er. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði það vissulega hafa verið verið svo. Nálægðin við flugvöllinn sé mjög stór kostur þó það sé ekki algert skilyrði. En Halldór slapp ekki við gagnrýni. Hjalti Björnsson sagði það skilyrði hafa verið sett þegar Ísland gekk í NATO árið 1949 að þjóðin þyrfti og myndi aldrei, með beinum eða óbeinum hætti, taka þátt í stríðsrekstri eða hernaðarlegum ákvörðunum. í framhldinu spurði hann hverjir hefðu breytt þessu og hvenær. Halldór sagði Íslendinga ekki hafa sent fólk til að taka þátt í beinum átökum, aðeins „ ... til að hjálpa til við að halda friðinn. Og ég tel að við Íslendingar eigum að vera stoltir af því,“ sagði Halldór.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira