Bíða dóms um ógildingu útboðs 20. mars 2005 00:01 Dóms er að vænta innan mánaðar um það hvort Vegagerðinni hafi verið heimilt að ógilda fyrra útboð Héðinsfjarðarganga fyrir tveimur árum og hafna öllum tilboðum. Íslenskir aðalverktakar bjóða enn fram þá sátt að grafa göngin á grundvelli lægsta boðs. Samgönguráðherra tilkynnti á Siglufirði í gær að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út í haust. Þetta verður þá í annað sinn sem útboð fer fram því það gerðist einnig fyrir tveimur árum. Íslenskir aðalverktakar áttu þá lægsta boð, upp á nærri sex milljarða króna, en fyrirtækið hafði haft mikið fyrir því að bjóða í verkið. Stefán Friðfinnsson, stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka, segir að fyrirtækið hafi eytt vel yfir 50 milljónum í að bjóða í verkið. Bjóðendur voru valdir í forvali en útboðið fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt samevrópskum útboðsreglum. Mánuði síðar frestaði ríkisstjórnin framkvæmdunum og Vegagerðin vísaði til klásúlu í útboðsskilmálum um að áskilinn væri réttur til að hafna öllum tilboðum. Stefán segir að Íslenskir aðalverktakar telji að slíkar klásúlur verði að byggjast á efnislegum forsendum, en fyrir því séu fordæmi erlendis. Það geti ekki verið geðþóttaákvörðun hvort menn hætti við verkefni eða ekki. Íslenskir aðalverktakar, með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, freista þess nú fyrir dómi að fá skorið úr lögmæti þessarar ákvörðunar Vegagerðarinnar. Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðin hefði brotið lög. Við blasa einnig spurningar um siðferði þess að bjóða sama verk út aftur þegar bjóðendur voru áður búnir að sýna öll sín spil. Stefán segir öllum aðilum ljóst hvert lægsta tilboðið hafi verið síðast og honum sé ekki alveg ljóst hvernig taka eigi á því í nýju útboði. Krafa aðalverktaka snýst ekki um skaðabætur á þessu stigi heldur að fá dómsúrskurð um grundvallaratriði. Og þeir eru enn tilbúnir að vinna verkið á grundvelli fyrra útboðs. Stefán segir aðalverktaka hafa verið það allan tímann en því góða boði hafi ekki verið tekið enn þá. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Dóms er að vænta innan mánaðar um það hvort Vegagerðinni hafi verið heimilt að ógilda fyrra útboð Héðinsfjarðarganga fyrir tveimur árum og hafna öllum tilboðum. Íslenskir aðalverktakar bjóða enn fram þá sátt að grafa göngin á grundvelli lægsta boðs. Samgönguráðherra tilkynnti á Siglufirði í gær að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út í haust. Þetta verður þá í annað sinn sem útboð fer fram því það gerðist einnig fyrir tveimur árum. Íslenskir aðalverktakar áttu þá lægsta boð, upp á nærri sex milljarða króna, en fyrirtækið hafði haft mikið fyrir því að bjóða í verkið. Stefán Friðfinnsson, stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka, segir að fyrirtækið hafi eytt vel yfir 50 milljónum í að bjóða í verkið. Bjóðendur voru valdir í forvali en útboðið fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt samevrópskum útboðsreglum. Mánuði síðar frestaði ríkisstjórnin framkvæmdunum og Vegagerðin vísaði til klásúlu í útboðsskilmálum um að áskilinn væri réttur til að hafna öllum tilboðum. Stefán segir að Íslenskir aðalverktakar telji að slíkar klásúlur verði að byggjast á efnislegum forsendum, en fyrir því séu fordæmi erlendis. Það geti ekki verið geðþóttaákvörðun hvort menn hætti við verkefni eða ekki. Íslenskir aðalverktakar, með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, freista þess nú fyrir dómi að fá skorið úr lögmæti þessarar ákvörðunar Vegagerðarinnar. Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðin hefði brotið lög. Við blasa einnig spurningar um siðferði þess að bjóða sama verk út aftur þegar bjóðendur voru áður búnir að sýna öll sín spil. Stefán segir öllum aðilum ljóst hvert lægsta tilboðið hafi verið síðast og honum sé ekki alveg ljóst hvernig taka eigi á því í nýju útboði. Krafa aðalverktaka snýst ekki um skaðabætur á þessu stigi heldur að fá dómsúrskurð um grundvallaratriði. Og þeir eru enn tilbúnir að vinna verkið á grundvelli fyrra útboðs. Stefán segir aðalverktaka hafa verið það allan tímann en því góða boði hafi ekki verið tekið enn þá.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira