Gæti farið í fangelsi fyrir ummæli 29. mars 2005 00:01 Bobby Fischer, sem nýsloppinn er úr varðhaldsvist í Japan, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi, vegna andgyðinglegs áróðurs. Stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands telur ummæli hans í garð gyðinga brot á hegningarlögum. Bobby Fischer hefur nýtt tækifærin og haft stór orð um gyðinga í viðtölum við fjölmiðla frá því hann var látinn laus úr varðhaldsvist í Japan í síðustu viku. Á blaðamannafundi á föstudag sagð Fischer t.a.m. að óprúttnir gyðingar hefðu sagt að hann hefði ekki skrifað bókina sem hann hefði lofað að skrifa en það hefði ekki fylgt sögunni að þeir hefðu stoli skránni. Slík ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Jerúsalem sem lítur svo á að Fischer hafi gerst sekur um brot á íslenskum refsilögum. Íslendingur, búsettur í Danmörku, hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Fischers um gyðinga. Þrátt fyrir ákvæði í íslenskum lögum um tjáningarfrelsi segir Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, ekki hægt að nota þau sem afsökun til að brjóta önnur lagaákvæði. Það sem hún hafi heyrt frá Fischer sýnist henni falla undir ákvæði almennra hegningarlaga. Samkvæmt þeim varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast opinberlega á mann eða hóp manna vegna m.a. þjóðernis eða trúarbragða. Á grundvelli þessara laga hefur fallið dómur í kjölfar ummæla Íslendings sem DV birti um blökkumenn. Bobby Fischer gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi verði hann fundinn sekur um andgyðinglegar áróður. Brynhildur segir þó að í dóminum sem fallið hafi í Hæstarétti hafi ákærði verði dæmdur til 100 þúsund króna sekt. Aðspurð hvað megi segja og hvað ekki segir Brynhildur erfitt að segja nákvæmlega til um það. Það sé dómstóla að meta það hvaða ummæli séu þess eðlis að þau fari yfir mörkin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Bobby Fischer, sem nýsloppinn er úr varðhaldsvist í Japan, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi, vegna andgyðinglegs áróðurs. Stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands telur ummæli hans í garð gyðinga brot á hegningarlögum. Bobby Fischer hefur nýtt tækifærin og haft stór orð um gyðinga í viðtölum við fjölmiðla frá því hann var látinn laus úr varðhaldsvist í Japan í síðustu viku. Á blaðamannafundi á föstudag sagð Fischer t.a.m. að óprúttnir gyðingar hefðu sagt að hann hefði ekki skrifað bókina sem hann hefði lofað að skrifa en það hefði ekki fylgt sögunni að þeir hefðu stoli skránni. Slík ummæli hafa ekki fallið í kramið hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Jerúsalem sem lítur svo á að Fischer hafi gerst sekur um brot á íslenskum refsilögum. Íslendingur, búsettur í Danmörku, hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á ummælum Fischers um gyðinga. Þrátt fyrir ákvæði í íslenskum lögum um tjáningarfrelsi segir Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, ekki hægt að nota þau sem afsökun til að brjóta önnur lagaákvæði. Það sem hún hafi heyrt frá Fischer sýnist henni falla undir ákvæði almennra hegningarlaga. Samkvæmt þeim varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að ráðast opinberlega á mann eða hóp manna vegna m.a. þjóðernis eða trúarbragða. Á grundvelli þessara laga hefur fallið dómur í kjölfar ummæla Íslendings sem DV birti um blökkumenn. Bobby Fischer gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist hér á landi verði hann fundinn sekur um andgyðinglegar áróður. Brynhildur segir þó að í dóminum sem fallið hafi í Hæstarétti hafi ákærði verði dæmdur til 100 þúsund króna sekt. Aðspurð hvað megi segja og hvað ekki segir Brynhildur erfitt að segja nákvæmlega til um það. Það sé dómstóla að meta það hvaða ummæli séu þess eðlis að þau fari yfir mörkin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira